Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 15:40 Drápið á George Floyd varð kveikjan að mótmælum gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi víða um heim. AP/Julio Cortez Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01