Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:
- Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
- Nanna Sigríður Kristinsdóttir, heimilislæknir
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga
- Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
- Þórhallur Harðarson, framkvæmdastjóri fjármála
Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana.
Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið til fimm ára frá 1. september 2023.