Óttast flótta dagforeldra eftir samþykkt borgarráðs Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 12:01 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segir tillögur ráðsins ekki falla vel í kramið hjá dagforeldrum. Vísir/Vilhelm/Aðsend Dagforeldrar eru afar ósáttir með fyrirætlarnir Reykjavíkurborgar um að greiða nýjum dagforeldrum milljón krónur í stofnstyrk. Formaður félags dagforeldra í Reykjavík, segist óttast flótta úr stéttinni. Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra. Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, frá því að samþykktar hafi verið tillögur um að nýir dagforeldrar í Reykjavík fengu milljón króna í stofnstyrk. Þá yrði settur árlegur aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund krónur sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félagsdagforeldra í Reykjavík, segir þessa samþykkt Reykjavíkurborgar ekki vera það sem dagforeldrar vildu heyra. „Við tökum ekki vel í það því það hjálpar ekki fækkuninni, flóttanum úr stéttinni. Við viljum halda í þessa sem eru nú þegar starfandi, við viljum ekki að þeir hverfi á braut. Þeir urðu frekar slegnir að heyra þetta með þessa milljón í stofnstyrk. Svo kemur þessi aðstöðustyrkur upp á 150 þúsund sem Einar talar um að dagforeldrar fái árlega, sem er frábært. En upphaflega átti þessi styrkur að vera 200 þúsund þannig hann er lækkaður líka,“ segir Halldóra. Milljóninni verður skipt þannig að nýir dagforeldrar fá greiddar 250 þúsund krónur við undirritun þjónustusamnings og svo 750 þúsund krónur ári síðar. Halldóra segir að umræddur þjónustusamningur hafi ekki verið kynntur fyrir dagforeldrum. „Svo er talað um þjónustusamning, hvaða þjónustusamningur er það? Það er eitthvað sem við höfum aldrei séð og vitum ekki hvað felur í sér, hvað verður inni í honum og neitt þannig. Þannig við komum af fjöllum þegar þessi þáttur í Reykjavík síðdegis sem Einar var í kemur, þannig við vorum öll slegin yfir þessu. Við vissum ekki neitt hvað var í gangi,“ segir Halldóra. Hún harmar að ekki sé haft samráð við dagforeldra er unnið er að málefnum þeirra. Til að mynda hafi áður verið loforð um daggæsluhús sem dagforeldrar hafa mikinn áhuga á. Þau loforð hafa hins vegar aldrei verið efnd. „En hvar eru þau? Hvar á að setja þau niður? Hverjum stendur þeim til boða? Við erum ekki höfð með í neinni umræðu. Við erum ekki boðuð til fundar, við höfum óskað eftir fundum bæði með Einar og skóla- og frístundaráði en við höfum verið hunsuð, okkur er ekki svarað,“ segir Halldóra.
Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira