Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 08:30 Bradley Beal er genginn til liðs við Phoenix Suns. AP/Nick Wass Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum. Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Beal hefur spilað fyrir Wizards síðan hann kom í deildina árið 2012. Árin 2018, 2019 og 2021 var hann valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar. Hann hefur verið þónokkuð frá vegna meiðsla og spilaði til að mynda aðeins 50 af 82 leikjum Wizards á síðustu leiktíð. Hann skoraði þó að meðaltali 23 stig í leik ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 4 fráköst. Wizards enduðu í 12. sæti Austurdeildar með 35 sigra og 47 töp. Phoenix Suns á hinn bóginn endaði í 4. sæti Vesturdeildar með 45 sigra og 37 töp. Liðið fór alla leið í undanúrslit Vestursins en tapaði þar fyrir verðandi meisturum í Denver Nuggets. Full ESPN story on the Suns finalizing a trade to land Washington s Bradley Beal in a blockbuster trade: https://t.co/iHqrOQaeDB— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Suns fór mikinn á leikmannamarkaðnum á síðustu leiktíð þegar félagið sótti Kevin Durant frá Brooklyn Nets. Það er ljóst að félagið ætlar að gera atlögu að titlinum og hefur það nú ákveðið að sækja Beal. Þríeykið Durant, Beal og Devin Booker ætti að gera Suns til alls líklegt á komandi tímabili. Suns þurfti að láta eitthvað frá sér til að landa Beal og fer gamla brýnið Chris Paul til Washington ásamt Landry Shamet og fjöldanum öllum af valréttum. Ekki er þó vitað hvort Paul stoppi lengi í Washington en talið er að þriðja liðið gæti komið inn í samninginn og sótt Paul. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers eru nefnd í því samhengi. Part of the reason for holding up full completion on the Wizards-Suns trade will be to allow Washington to field offers from third teams that would give Chris Paul a chance to land with a contender, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 18, 2023 Reikna má með að fleiri stór nöfn skipti um lið í NBA-deildinni á komandi vikum.
Körfubolti NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira