Green stóð til boða að framlengja samning sitt við Warriors um eitt ár með svokölluðu „player option“, en leikmenn með þannig ákvæði í sínum samningum geta tekið einhliða ákvörðun um hvort þeir framlengja samning sinn. Green hefði þénað rúmlega 27,5 milljónir dollara á komandi vetri ef hann hefði framlengt.
Golden State Warriors four-time NBA champion Draymond Green is declining his $27.5 million player option for 2023-24 season and will enter unrestricted free agency, Klutch Sports CEO Rich Paul told @TheAthletic @Stadium.
— Shams Charania (@ShamsCharania) June 19, 2023
Green er því frjálst að semja við hvaða lið í deildinni sem er og Warriors munu ekki hafa neitt um það að segja ef hann fær gott tilboð frá öðru liði. Green, sem er 33 ára, hefur leikið allan sinn feril með Warriors og sagði í apríl að hann vildi ljúka ferlinum með liðinu.
Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri liðsins, segir að það sé eindregin vilji þeirra að semja aftur við Green en hann sé ómetanlegur hluti af kjarna liðsins og áætlunum þess um að vinna titilinn enn á ný.
Green mun án vafa fá tilboð úr ýmsum áttum á næstu dögum, en þetta Tweet frá óþekktum sprelligosa að þykjast vera Green skaut eflaust mörgum skelk í bringu.
Taco Tuesday at your place tomorrow night? @KingJames
— Draymond Green @Money23Green fan (@Money23Greem) June 19, 2023
I'll bring the Lobos https://t.co/9cXsyBI6OP