Víkingur mætir Riga frá Lettlandi og verður fyrri leikurinn í lettnesku höfuðborginni en seinni leikurinn í Víkinni.
KA-menn byrja hins vegar á heimavelli, sem reyndar verður á velli Fram í Úlfarsárdal til að uppfylla kröfur UEFA, og mæta liði Connah's Quay Nomads frá Wales.
Fyrri leikirnir fara fram 13. júlí en seinni leikirnir viku síðar, eða 20. júlí.

Þriðja íslenska liðið gæti svo bæst við í 2. umferð Sambandsdeildarinnar, ef Breiðablik vinnur ekki fjögurra liða forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í næstu viku.
Vinni Blikar forkeppnina en falli úr leik í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar fara þeir í 3. umferð Sambandsdeildarinnar, þá næstsíðustu fyrir sjálfa riðlakeppnina sem ekkert íslenskt lið hefur komist í.