Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 13:26 Vilhjálmur hefur þegar haft samband við lögmann, þingmenn og ráðherra vegna ákvörðunar Svandísar. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. „Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert. Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
„Ég er gjörsamlega brjálaður yfir þessari ákvörðun. Þarna er verið að svipta 120 félagsmenn mína af góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun,“ segir Vilhjálmur um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar í sumar. Eins og greint var frá í hádeginu tilkynnti Svandís samráðherrum sínum þetta eftir að Fagráð um velferð dýra ályktaði að þær veiðiaðferðir sem beitt er við hvalveiðar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Hvalveiðivertíðin átti að hefjast á morgun, 21. júní. Góðir tekjumöguleikar „Þetta er algjörlega glórulaus ákvörðun að mínu mati, gerð fimm mínútum áður en vertíðin á að hefjast. Ég hélt að þetta gæti ekki gerst í íslenskri stjórnsýslu,“ segir Vilhjálmur. Segist hann vita dæmi þess að fólk hafi tekið sér frí úr annarri vinnu gagngert til þess að taka vertíðina. Einnig að háskólanemar hafi farið á vertíð til þess að sleppa við að taka námslán. Nefnir hann að launin séu góð þó að vinnuframlagið sé mikið á hvalveiðivertíð, hátt í tvær milljónir króna á mánuði í þrjá til fjóra mánuði. Sumir starfsmenn vinni hins vegar allt árið um kring. Akranes í vörn Vilhjálmur segir þetta líka ekki aðeins högg fyrir einstaklinga heldur sveitarfélögin og samfélagið allt á Akranesi. „Þetta er gríðarlegt högg fyrir samfélagið og gríðarlegt högg fyrir Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit í formi útsvarstekna og afleiddra starfa,“ segir hann og bendir á að Akranes hafi þurft að þola það í gegnum tíðina að missa allar sínar aflaheimildir úr bænum. Akurnesingar hafi verið í vörn fyrir sitt atvinnulíf. Býst við stjórnarslitum fyrir helgi „Stjórnarflokkur sem hagar sér svona er ekki stjórntækur í mínum huga. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið gert í samráði við hina tvo stjórnarflokkana,“ segir Vilhjálmur um flokk Svandísar, Vinstri græn. Þegar sé hann búinn að hringja í þingmenn og ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vegna ákvörðunarinnar og hafi lýst yfir reiði sinni með þessa ákvörðun. Í ljósi þess að ákvörðunin hafi verið tekið einhliða býst hann við því að ríkisstjórnarsamstarfinu ljúki brátt, jafn vel fyrir helgi. Sýndarmennska og pópúlismi Aðspurður um skýrsluna og dýravelferðarsjónarmið segir Vilhjálmur að samkvæmt skýrslu MAST, sem álit fagráðsins var byggð á, hafi Hval hf tekist að aflífa dýrin samstundis í 70 prósent tilfella. „Auðvitað verða einhver frávik, það gerist alltaf við veiðar. Ég er ekki í neinum vafa um það að Hvalur hf hafi verið að reyna að lágmarka þetta eins og kostur er,“ segir hann. Þá lýsir hann ákvörðun Svandísar sem pópúlisma og sýndarmennsku. Víða sé pottur brotinn þegar komi að dýravelferð eins og nýlegar fréttir um gösun svína og vanrækslu hrossa sýni en lítið gert.
Kjaramál Akranes Hvalfjarðarsveit Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent