Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri, staðfestir í samtali við Vísi að mygla hafi verið til vandræða í húsnæði ráðuneytisins. Hún segir að sér sé ekki kunnugt um hve margir starfsmenn séu heimavinnandi vegna þessa.
Heimildir Vísis herma að myglan sé það svæsin að hluti starfsfólks vinni heima að læknisráði. Erna segir að ráðuneytið bíði þess að fullnægjandi útttekt verði gerð á ástandi húsnæðisins.
Húsnæðisteymi ráðuneytisins skoðar nú að sögn Ernu aðra mögulega valkosti að húsnæði fyrir ráðuneytið, í hið minnsta tímabundið. Erna segir að sú vinna sé á frumstigi.

