Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2023 21:51 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Einar Árnason Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43