„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 11:00 Stjarnan hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna. „Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira
„Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira