„Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur“ Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:59 Arnar var sáttur með sigurinn í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson var ánægður en stóískur eftir þriggja marka sigur Vals gegn ÍBV í Bestu deild karla. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum fannst Arnari leikurinn vera jafnari en tölurnar gefa til kynna. „Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum. Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
„Já. Engin spurning. Við töluðum um fyrir leik að þetta yrði mjög erfiður leikur sem raunin varð. Þótt tölurnar segja 3-0 þá var þetta mjög jafn leikur og við áttum nokkur upphlaup í fyrri hálfleik, þar sem við vorum að spila á móti erfiðum vindi. Það lægði aðeins í seinni hálfleik og þá sýndum við smá hvað við getum gert. Stórglæsilegt þetta fyrsta mark. Svo var markið hjá Aroni Jó. Hann hittir hann ágætlega held ég. En þetta var leikur sem hefði getað fallið báðum megin. Sem betur fer vorum við vinnusamir, duglegir og sýndum þau gæði sem við höfum. Svo vorum við mjög duglegir varnarlega. Það er það sem skilaði þessu,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Það var rok í Vestmannaeyjum í dag eins og svo oft áður. Leikirnir þar verða oft mikill barningur og minna um fagurfræði. Barátta og vinnusemi í bland við gæði skilaði Hlíðarendapiltum þremur stigum. „Við töluðum um fyrir leikinn að það sem væri númer eitt, tvö og þrjú að menn myndu veru tilbúnir að leggja sig fram, hlaupa og djöflast. Þetta yrði ekkert fallegur fótbolti. Þetta yrði mikið um langa bolta og kýla boltanum fram en það kæmi eflaust einhver móment sem við gætum tekið boltann niður og gætum þá sýnt smá glefsur í það sem við getum. Það var ekki oft í dag vegna þess að völlurinn hvorki bíður upp á það né veðrið,“ segir Arnar. Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark og sannaði gæði sín enn og aftur. „Ég held hann hefði ekki getað hitt hann mikið betur. Svo var hann þokkalega fastur líka. Þetta var alvöru! Kiddi hitti hann ekki eins fast, það var allavega nóg. Hann setti hann á lofti. Þessir strákar hafa gríðarleg fótboltaleg gæði. Ekki bara þessi heldur flestir í liðinu. Þess vegna skiptir máli ef við ætlum alla leið. Þá þurfa menn að vera duglegir og vinnusamir. Hlaupa og djöflast fyrir samherjan og ekki hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Það finnst mér alltaf vera meira og meira í okkar liði. Þess vegna erum við að safna stigum. Þegar menn átta sig á því að það er liðsheildin sem skiptir öllu máli og þegar þú ert með mikið af góðum einstaklingum í liðinu þá munu alltaf einhverjir skína. Það gerðu það svo sannarlega nokkrir í dag,“ segir Arnar að lokum.
Valur ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 0-3 | Gestirnir anda ofan í hálsmálið á toppliðinu Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV í 12. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikið var í rigningu og roki á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gestirnir virtust vanari veðrinu ef eitthað er og unnu einkar öruggan sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 24. júní 2023 15:55
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn