Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2023 15:06 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar í júlí. Aðsend Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Mbl.is greindi frá fréttum af starfslokum Hannesar. Helsta ástæðan fyrir ákvörðun Hannesar ku vera annríki við fasteignasölu. Hann átti að taka við sem forseti bæjarstjórnar um miðjan júlí en taldi sig ekki geta sinnt því eins vel og þyrfti. „Vegna anna finn ég að maður getur ekki beitt sér alveg eins vel í þágu Kópavogsbúa eins og maður vill,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. „Það þarf að hafa báðar hendur á stýri á fasteignamarkaði í þessu ástandi,“ sagði hann einnig. Elísabet Berglind Sveinsdóttir, markaðsstjóri sem sat í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, mun taka við sæti Hannesar í bæjarstjórn. Nýbúinn að selja sig út úr fasteignasölunni Fréttirnar koma stuttu eftir að greint var frá því að búið væri að kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu, sem hann stofnaði sjálfu árið 2015 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, keyptu hlut Hannesar í fasteignasölunni Lind. Í samtali við mbl.is sagði hann um vistaskiptin: „Fyrst og fremst er ég gríðarlega stoltur og þakklátur Kópavogsbúum fyrir að hafa fengið tækifæri að vera í bæjarstjórn og vil ég þakka þeim það sérstaklega.“ Þá sagðist hann að lokum ekki vera hættur í pólitík þó hann væri hættur í bæjarstjórn. Vera Hannesar í bæjarstjórn hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig en í ágúst á síðasta ári birti hann færslu á Facebook þar sem hann greindi frá glímu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. Í kjölfarið flaug hann aftur til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökunum.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37 Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“ Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann. 18. ágúst 2022 18:37
Monika tekur við formennsku af Hannesi Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021. 19. maí 2023 11:06