Húrra lokað: „Reykjavík er að verða ömurlega leiðinleg borg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júní 2023 14:57 Skemmtistaðurinn Húrra hefur verið einn af tónleikastöðum Reykjavíkur um nokkurra ára skeið, með tveggja ára hléi þó árin 2019 til 2021. Vísir/Vilhelm Eigandi tónleikastaðarins Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík hefur lokað staðnum, að minnsta kosti tímabundið. Hann segir leiguna of háa en viðræður standi yfir við eigendur hússins. Hann segist óttast að Reykjavík stefni hraðbyri að því að verða einsleitari borg þar sem tónleikastaðir fái ekki þrifist. „Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“ Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Staðurinn er lokaður eins og staðan er núna. Það eru búnar að vera þreifingar við húseigendur en staðreyndin er sú að leigan er of há og það er ekki hægt að láta þetta ganga upp eins og þetta er núna,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi tónleikastaðarins Húrra, í samtali við Vísi. Auðveldara að sjá íslenska tónlistarmenn í Berlín Fjöllistadísin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack vekur athygli á lokun staðarins í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún segir að á sama tíma og Egill Ólafsson frændi sinn væri útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkur fækki tónlistarstöðum stöðugt. „Tónlistin og menningin er það sem gerir okkur að borg fyrir fólk. Tónlistin laðar ferðamenn til borgarinnar. Núna er staðan sú að það eru meiri líkur á að sjá íslenska tónlistarmenn koma fram í Berlín en í Reykjavík.“ Margrét segist hafa verið svo heppin að hafa slitið djammsskónum í Tónleika-Reykjavík þegar tónleikastaðir líkt og Grandrokk, Faktorý, Gaukurinn, Gamli Gaukurinn og Sódóma hafi verið heimili slíkra viðburða í borginni. „Lifandi tónlistarflutningur er í dag orðin helsta tekjulind tónlistarmanna, þar sem plötusala hefur dregist saman. Og þetta er meeeeegahark þar sem svo fáir tónleikastaðir eru í borginni,“ skrifar Margrét sem bætir því við að hún öfundi Akureyringa af því að eiga tónleikastaðinn Græna hattinn. Kabarettlistakonan Margrét Erla Maack grætur fækkun tónleikastaða í Reykjavík. MYND/Inga Sör Vill halda Húrra gangandi Eigandi húsnæðisins að Tryggvagötu er fasteignafélagið Eik. Í svörum til Vísis vegna málsins segja forsvarsmenn félagsins að þeir séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart leiguaðilum. Félagið tjái sig ekki um það sem fari sín og leigendum á milli, hvort sem varði leigusamning eða annan ágreining. Þorsteinn segir þó að Eik hafi tekið vel í sjónarmið sín. Viðræðum væri þó ekki lokið og staðurinn því enn lokaður og óvíst væri hvort hann verði opnaður aftur jafnvel þótt samningar næðust. „Ég hef áhuga á að halda honum gangandi en hann þarf að standa undir sér og gerir það ekki eins og staðan er núna,“ segir Þorsteinn en staðurinn var opnaður aftur í núverandi mynd fyrir tveimur árum síðan árið 2021. Skemmtistaðurinn opnaði að nýju árið 2021 eftir að hafa lokað árið 2019.Vísir „Við höfum reynt að binda þannig um hnútana að þetta geti staðið undir sér en ástandið að undanförnu hefur gert þetta gríðarlega erfitt. Það hafa verið rosalega miklar hækkanir á öllum sviðum, hvort sem það eru vöruinnkaup, laun eða leigan, þannig að þetta hefur bara verið mjög erfitt. Við vonum hins vegar það besta, það er ekki öll von úti enn.“ Deilir áhyggjum af tónlist í Reykjavík Þorsteinn tekur undir með Margréti Erlu. Hann segist hafa verulegar áhyggjur af fækkun tónleikastaða í borginni. „Reykjavík er að verða alveg ömurlega leiðinleg borg. Það eina sem gengur upp eru túristastaðir og það hækkar leiguna hjá öllum og miðbæjarflóran er að vera mjög eiinsleit þó að stöðum hafi fjölgað.“
Tónlist Reykjavík Næturlíf Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira