„Þessi fjölskylda er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. júní 2023 12:43 Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir sveitarfélagið ekki hafa haft neina aðkomu að máli ungs manns sem missti hús sitt á nauðungaruppboði. Vísir/Vilhelm Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir mál ungs fatlaðs manns sem bera á út úr húsi sínu eftir að það var selt á nauðungarsölu, fjölskylduharmleik. Þingmenn sem gagnrýnt hefðu vinnubrögð sýslumanns harðlega, ættu að líta sér nær. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið mikla athygli. Líkt og greint hefur verið frá keypti Jakub lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018, þá nýorðinn átján ára gamall. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk vegna alvarlegra læknamistaka. Síðan þá hefur hann búið í húsinu ásamt foreldrum sínum og bróður. Ekki voru greidd fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu sem endaði með nauðungaruppboði. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir málið fjölskylduharmleik sem sveitarfélagið hafi ekki haft neina aðkomu að. „Auðvitað hefðu aðilar átt að stíga inn í og láta okkur vita, þannig við hefðum getað gert einhverjar ráðstafanir,“ segir Friðjón í samtali við fréttastofu. „En aftur á móti þá er ljóst að þetta mál er búið að eiga sér langan aðdraganda og þessi fjölskyldan er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri. En á meðan að fjölskyldan kallar ekki á hjálp og engin annar gerir það þá veit kerfið ekki af þessu.“ Hann segir sveitafélagið ekki hafa haft neina vitneskju um málið fyrr en í gærkvöldi. „Við höfum ekki fengið nein flögg sem hefðu getað gert okkur kleift að stoppa þetta mál. Félagsþjónustan eða engin deild hjá okkur hafði upplýsingar um hvernig staðan væri, það voru engar upplýsingar sem við höfum í hendi til að stíga inn í málið. Það gerir þetta svo erfitt fyrir okkur af því að við fréttum þetta allt eftir á. Þetta mál hefur átt sér langan aðdraganda áður en það endar svo í nauðungarsölu og við höfðum enga aðkomu að því.“ Segir sýslumann í vondri stöðu Aðeins eitt boð barst í húsið sem hljóðaði upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið væri metið á 57 milljónir var því tilboði tekið og nú á að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Friðjón segir að vinna sé hafin við að finna lausnir á málinu. „Vonandi klárast eitthvað af því í dag. En þetta er mjög mikil tragedía fyrir fjölskylduna og segir líka dálítið mikið um samfélagið okkar, að svona geti gerst.“ Hvernig þá? „Að einhver geti keypt hús á þrjár milljónir án þess að einhver stígi inn í. Mér finnst það alveg hræðilegt. Ég tel að þarna hafi betur mátt gera. Ég veit það í nauðungarsölum og á uppboðum fara hús mjög lágt en þarna hefði átt að vera einhver umboðsmaður þessara aðila til að aðstoða en því miður tel ég að þetta sé að gerast á hverjum degi um allt Ísland. Menn biðja oft svo seint um hjálp.“ Aðspurður um hvað honum finnist um vinnubrögð sýslumanns, Ásdísar Ármannsdóttur, segir Friðjón hana vera í erfiðari stöðu vegna þess hve óskýr lögin séu. „Henni ber í sjálfu sér ekki skylda til að upplýsa alla aðstandendur málsins um stöðuna, en hún er í vondri stöðu ef enginn aðstandandi biður um aðstoð. Það hafa verið mikil samskipti við fjölskylduna.“ Hann segir málið jafnframt langt frá því að vera einsdæmi og spyr hvar mörkin séu varðandi það að stíga inn í. „Það er ekki hægt að taka svona mál að sér ef viðkomandi aðilar eru ekki tilbúnir að fá hjálp eða móttaka aðstoð. Þetta er fullráða og sjálfráða fólk. Þú þyrftir að svipta það sjálfræði til að stíga inn í svona mál.“ Þingmenn ættu að líta sér nær Öryrkjabandalagið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn og skora á þau að taka málið til endurskoðunar. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. Fjölmargir þingmenn hafa stigið fram með álíka gagnrýni en Friðjón segir að þeir ættu að líta sér nær. „Lögin eru nú bara svona og sýslumaður fer eftir lögunum. Það er auðvelt að slá sig til riddara núna og fara í fjölmiðla. Ég sé ekki þessa þingmenn koma hlaupandi í öll þau einstaklingsmál sem við eigum við að etja hérna nema ef það fer í sjónvarpið eins og gerðist þarna.“ Friðjón segir álíka mál eiga sér stað daglega á Íslandi. „Það eru fullt af málum sem eru erfið, það er enginn að tala um þau eða hlaupa upp til handa og fóta. En um leið og þetta fer í fjölmiðla þá koma allir og segja eitthvað. Þetta er ekki alveg svona einfalt. En ég vil þó segja að við viljum gera allt til þess að reyna að leysa þetta mál og erum byrjuð á því. En þú sérð að ég frétti þetta þegar ég var á Reykjanesbrautinni í gær að hlusta á fréttir í útvarpinu,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Reykjanesbær Fasteignamarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski hefur vakið mikla athygli. Líkt og greint hefur verið frá keypti Jakub lítið einbýlishús í Keflavík gegn staðgreiðslu árið 2018, þá nýorðinn átján ára gamall. Hann keypti húsið fyrir bætur sem hann fékk vegna alvarlegra læknamistaka. Síðan þá hefur hann búið í húsinu ásamt foreldrum sínum og bróður. Ekki voru greidd fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir komnar upp í tvær og hálfa milljón þegar farið var í innheimtu sem endaði með nauðungaruppboði. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir málið fjölskylduharmleik sem sveitarfélagið hafi ekki haft neina aðkomu að. „Auðvitað hefðu aðilar átt að stíga inn í og láta okkur vita, þannig við hefðum getað gert einhverjar ráðstafanir,“ segir Friðjón í samtali við fréttastofu. „En aftur á móti þá er ljóst að þetta mál er búið að eiga sér langan aðdraganda og þessi fjölskyldan er búin að fá mörg, mörg, mörg tækifæri. En á meðan að fjölskyldan kallar ekki á hjálp og engin annar gerir það þá veit kerfið ekki af þessu.“ Hann segir sveitafélagið ekki hafa haft neina vitneskju um málið fyrr en í gærkvöldi. „Við höfum ekki fengið nein flögg sem hefðu getað gert okkur kleift að stoppa þetta mál. Félagsþjónustan eða engin deild hjá okkur hafði upplýsingar um hvernig staðan væri, það voru engar upplýsingar sem við höfum í hendi til að stíga inn í málið. Það gerir þetta svo erfitt fyrir okkur af því að við fréttum þetta allt eftir á. Þetta mál hefur átt sér langan aðdraganda áður en það endar svo í nauðungarsölu og við höfðum enga aðkomu að því.“ Segir sýslumann í vondri stöðu Aðeins eitt boð barst í húsið sem hljóðaði upp á þrjár milljónir. Þrátt fyrir að húsið væri metið á 57 milljónir var því tilboði tekið og nú á að bera Jakub og fjölskyldu út næsta föstudag. Samkvæmt frétt RÚV kom tilboðið frá útgerðarmanni í Sandgerði. Friðjón segir að vinna sé hafin við að finna lausnir á málinu. „Vonandi klárast eitthvað af því í dag. En þetta er mjög mikil tragedía fyrir fjölskylduna og segir líka dálítið mikið um samfélagið okkar, að svona geti gerst.“ Hvernig þá? „Að einhver geti keypt hús á þrjár milljónir án þess að einhver stígi inn í. Mér finnst það alveg hræðilegt. Ég tel að þarna hafi betur mátt gera. Ég veit það í nauðungarsölum og á uppboðum fara hús mjög lágt en þarna hefði átt að vera einhver umboðsmaður þessara aðila til að aðstoða en því miður tel ég að þetta sé að gerast á hverjum degi um allt Ísland. Menn biðja oft svo seint um hjálp.“ Aðspurður um hvað honum finnist um vinnubrögð sýslumanns, Ásdísar Ármannsdóttur, segir Friðjón hana vera í erfiðari stöðu vegna þess hve óskýr lögin séu. „Henni ber í sjálfu sér ekki skylda til að upplýsa alla aðstandendur málsins um stöðuna, en hún er í vondri stöðu ef enginn aðstandandi biður um aðstoð. Það hafa verið mikil samskipti við fjölskylduna.“ Hann segir málið jafnframt langt frá því að vera einsdæmi og spyr hvar mörkin séu varðandi það að stíga inn í. „Það er ekki hægt að taka svona mál að sér ef viðkomandi aðilar eru ekki tilbúnir að fá hjálp eða móttaka aðstoð. Þetta er fullráða og sjálfráða fólk. Þú þyrftir að svipta það sjálfræði til að stíga inn í svona mál.“ Þingmenn ættu að líta sér nær Öryrkjabandalagið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau segja forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn og skora á þau að taka málið til endurskoðunar. Þá skora samtökin á kaupanda hússins að hætta við kaupin. Fjölmargir þingmenn hafa stigið fram með álíka gagnrýni en Friðjón segir að þeir ættu að líta sér nær. „Lögin eru nú bara svona og sýslumaður fer eftir lögunum. Það er auðvelt að slá sig til riddara núna og fara í fjölmiðla. Ég sé ekki þessa þingmenn koma hlaupandi í öll þau einstaklingsmál sem við eigum við að etja hérna nema ef það fer í sjónvarpið eins og gerðist þarna.“ Friðjón segir álíka mál eiga sér stað daglega á Íslandi. „Það eru fullt af málum sem eru erfið, það er enginn að tala um þau eða hlaupa upp til handa og fóta. En um leið og þetta fer í fjölmiðla þá koma allir og segja eitthvað. Þetta er ekki alveg svona einfalt. En ég vil þó segja að við viljum gera allt til þess að reyna að leysa þetta mál og erum byrjuð á því. En þú sérð að ég frétti þetta þegar ég var á Reykjanesbrautinni í gær að hlusta á fréttir í útvarpinu,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Reykjanesbær Fasteignamarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira