Fantasíur innviðaráðherra Þorgrímur Sigmundsson skrifar 29. júní 2023 06:27 Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar