Ekki ég, ekki ég Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. júní 2023 07:01 Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn var lítil gul hæna. Hún vann hörðum höndum að því að baka brauð. Í hverju skrefi sem hún tók til að klára baksturinn spurði hún vini sína, hin dýrin, hvort þau vildu leggja hönd á plóg. Öll svöruðu þau, ekki ég. Framhald dæmisögunnar um litlu gulu hænuna er flestum kunn en lexían af henni er að það þarf að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Það þarf að skapa verðmæti til að geta eytt. Tilætlunarsemi er hins vegar slæm. Hver er sinnar gæfu smiður. Orðið ábyrgð Orðið ábyrgð er mikið notað í landsmálapólitíkinni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Í borgarmálunum virðist mér oft sem að ábyrgð sé ansi sveigjanlegt hugtak. Þannig hef ég ansi oft gapað af undrun við að hlusta á ræður borgarstjóra og annarra fulltrúa Samfylkingarinnar um fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Til einföldunar byggir sú orðræða á að staða fjármála borgarinnar sé öðrum um að kenna og að í samanburði við hina og þessa standi borgin ekki illa. Með öðrum orðum, ekki ég, ekki ég. Ábyrgðarleysið í þessum efnum er með nokkrum ólíkindum og það ætti að vera augljóst þeim sem þekkja til fjármála sveitarfélaga. Bærilega metnaðargjarnir fjölmiðlar, svo sem eins og ríkismiðillinn, ætti að hafa burði til að greina hver sé raunveruleg fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar og koma þeim upplýsingum á framfæri. Í stað slíkrar upplýstrar umræðu um málefnið komast stjórnendur borgarinnar hvað eftir annað upp með að þyrla ryki í augu almennings, t.d. er ruglanda umræðunnar viðhaldið með því að blanda saman tölum um A-hluta Reykjavíkurborgar (starfsemi sem að mestu er fjármögnuð með skatttekjum) og svokallaðra B-hluta fyrirtækja borgarinnar. Nýjasta rekstraruppgjör Reykjavíkurborgar Samkvæmt nýbirtu rekstraruppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var hallarekstur borgarsjóðs (A-hluti) tæpir fjórir milljarðar króna. Fjármagnsgjöld þessa fyrstu þrjá mánuði ársins námu um 23 milljónum króna á hverja þúsund íbúa (voru samtals yfir 3,2 milljarðar króna). Veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu tímabili, sem telst afar óheppilegt fyrir rekstur sveitarfélags. Þess fyrir utan heldur skuldahlutfallið áfram að hækka en langtímaskuldir sem hlutfall af eigið fé var 54% í árslok 2015, fyrsta heila árið sem núverandi borgarstjóri gegndi því embætti, en er núna komið upp í 147%. Þessi hækkun langtímaskulda borgarssjóðs er að nálgast alvarleg hættumörk. Svona mætti lengi telja. Dökku skýin yfir rekstri Reykjavíkurborgar ættu að vera öllum sýnileg. Meirihlutinn verður að hætta að kenna öðrum um fjármálaóstjórn borgarinnar Það þarf að láta hendur standa fram úr ermum í rekstri höfuðborgar Íslands. Ágætis byrjun væri að meirihluti borgarstjórnar hætti orðræðu sem byggir á ekki ég, ekki ég – það er allt öðrum um að kenna hversu slæm fjárhagsstaða borgarinnar sé. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun