Heimtaði Oxycontin en fékk átta mánuði Árni Sæberg skrifar 30. júní 2023 17:58 Dómur yfir manninum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var í vikunni dæmdur fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum og dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Meðal brota hans var vopnað rán í apóteki í Reykjavík. Hann hafði heimtað ópíóíðalyfið Oxycontin af starfsmönnum þess og hótað að sækja hníf fengi hann það ekki. Þegar starfsmenn neituðu að verða við ósk hans lét hann af hótuninni verða. Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þegar maðurinn kom aftur í verslunina var hann vopnaður hníf og krafði starfsmennina um lyfið á ný. Í það skiptið urðu þeir við bón hans og köstuðu umbeðnum lyfjum yfir afgreiðsluborðið til hans. Öryggisvörður kom hins vegar í veg fyrir að hann gæti yfirgefið apótekið og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á þriðjudag en birtur í dag. Fjöldi vopnalagabrota og sígaretturán Dómurinn fjallaði um tvær ákærur á hendur manninum, sem gefnar voru út með skömmu millibili. Í seinni ákærunni var maðurinn ákærður fyrir fjölda aðskilinna vopnalagabrota, fyrir að hafa haft í fórum sínum eggvopn á almannafæri. Meðal vopnanna voru garðklippur. Þá var hann ákærður fyrir þjófnaðar- og gripdeildarbrot auk vopnaðs ráns, með því að hafa gengið inn í verslun í Reykjavík vopnaður hnífi og með ógnandi hætti beint hnífnum að starfsmönnum og skipað þeim að afhenda sér sígarettur. Hann komst á brott með tvö karton af sígarettum að andvirði um 34 þúsund króna. Játaði öll brot Maðurinn játaði öll brot sín samkvæmt ákærunum tveimur og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar mannsins var litið til nokkuð langs og alvarlegs sakaferils. Manninum til málsbóta var hins vegar horft til þess að hann játaði brot sín, hefur samkvæmt vottorði fangelsis sinnt vel vímuefnameðferð og nýtt gæsluvarðhaldstíma að öðru leyti með uppbyggilegum hætti. Þá var litið til erfiðra persónulegra aðstæðna mannsins. Að framangreindu virtu var maðurinn dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar og sökum sakaferils hans var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu hans. Þá var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 950 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira