Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2023 21:10 Ofurheitur plasma-ljósbogi mölvar bergið. EarthGrid Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. „Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
„Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36