Tugir leitað sér aðstoðar vegna kynferðislegra hugsana eða hegðunar gagnvart börnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 06:29 Tugir Íslendinga hafa leitað sér aðstoðar vegna kynferðislega hugsana, langana og brota í garð barna. Getty Fjörtíu og einn einstaklingur, þar af ein kona, sóttu meðferð í gegnum úrræðið Taktu skrefið árið 2022. Um er að ræða úrræði fyrir þá sem hafa áhyggjur af kynferðislegum hugsunum sínum eða hegðun, eða hafa þegar beitt kynferðisofbeldi. Úrræðið var sett á laggirnar síðla árs 2021 og hefur verið sérstaklega miðað að einstaklingum sem hafa kynferðislegar hugsanir og/eða langanir sem beinast gegn börnum. Heildarfjöldi viðtala var 140 árið 2022 og það sem af er ári hafa 20 einstaklingar bæst í hóp þjónustuþega. Fimm voru skikkaðir í viðtal af dómstólum og átta vísað á úrræðið af lögreglu en Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur segir langflesta koma að eigin frumkvæði. Hún segir hópinn fjölbreyttan. „Þetta er fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni eða hefur verið sakað um óæskilega kynhegðun, til dæmis. Fólk er líka mikið að koma og gera eitthvað upp úr fortíðinni; að hafa gengið yfir mörk, hafa jafnvel fengið dóm og er svona að vinna úr því. Taka ábyrgð á og vinna úr þeim afleiðingum sem þetta hefur haft á allt lífið,“ segir Jóhanna. Hafa miklar áhyggjur af eigin hugsunum Jóhanna segir hópinn þannig spanna allan skalann; frá því að hafa mögulega gert eitthvað í barnæsku í að hafa nýlega verið sakaður um eitthvað. Þá séu einnig einstaklingar í hópnum sem finna það hjá sjálfum sér að hafa mögulega farið yfir mörk. Jóhanna Dagbjartsdóttir. Það má kannski segja að þeir sem leita til Taktu skrefið skiptist í þrjá hópa; þá sem hafa óvelkomnar hugsanir, þá sem hafa gert eitthvað af sér og þá sem hafa fengið á sig dóm. „Sumir hafa bara áhyggjur af eigin hugsunum,“ segir Jóhanna um þá sem leita í úrræðið til að fyrirbyggja að þeir geri mögulega eitthvað af sér. „Þá eru þetta annars vegar þráhyggjuhugsanir, þar sem það eru kannski ekki miklar líkur á að þær verði að hegðun, heldur eru þetta bara óþægilegar hugsanir sem koma og eru ekkert endilega að kveikja kynferðislega löngun eða svoleiðis. Svo hins vegar alveg á hinum endanum, þar sem við erum að tala um barnagirnd og alveg mjög óþægilegar hugsanir sem fólk vill ekki að hafa og er því að leita sér aðstoðar.“ Jóhanna segir að þegar um sé að ræða áráttu- og þráhyggjuhugsanir þá séu þær oft af kynferðislegum toga en kveiki ekki endilega kynferðislega löngun. Barnagirndin sé öðruvísi; þar sé um að ræða kynferðislega löngun í börn. „Það kemur alveg fyrir,“ segir Jóhanna spurð að því hvort menn séu greindir með barnagirnd í úrræðinu, „en við erum ekki mikið í því að stimpla fólk. Sumir eru hins vegar augljóslega með barnagirnd og þá er það bara rætt.“ Vel mögulegt að lifa með barnagirnd án þess að brjóta af sér Það er ekki auðvelt að ræða um barnagirnd og kynferðislegar hugsanir um börn. Jóhanna segir flesta þá sem hafa leitað í úrræðið eiga það sameiginlegt að þjást af miklum kvíða, bæði vegna hugsana sinna og þá hafa þeir sem hafa þegar brotið af sér áhyggjur af því að gera það aftur. Af þeim sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot séu sumir sem telja sig ekki hafa gert neitt rangt, aðrir sem viðurkenni að hafa gert rangt og þá sé enn annar hópur einstaklinga sem hafa fengið dóm en telja sig enga að síður saklausa. Erfitt sé að aðstoða þann hóp. Meðferðarúrræði Taktu skrefið felast einna helst í hugrænni athyglismeðferð en eru sérsniðin að hverjum og einum. Hingað til hefur hópurinn sem fær meðferð verið á aldrinum 25 til 50 ára, með einhverjum undantekningum. Tölfræði erlendis bendir til þess að 1 prósent einstaklinga séu haldnir barnagirnd en þar af eru langflestir karlmenn. Hlutfallið samsvarar 2.000 karlmönnum á Íslandi. Jóhanna segir sannarlega hægt að aðstoða þá sem leita sér hjálpar og ítrekar að þótt óþægilegar hugsanir leiti á menn þýði það ekki að þeir séu endilega líklegir til að brjóta af sér. Hún segir ekki einfalt að svara því hvort barnagirnd sé „meðfædd“. „Það er erfitt að segja já eða nei,“ segir Jóhanna. „En við sjáum oft að þetta virðist vera eitthvað sem menn hafa alltaf haft frá kynþroska... hugsanir og langanir.“ Það er ekki hægt að lækna barnagirnd, segir Jóhanna, en það sé hægt að lifa með henni með aðstoð. Hún ítrekar að það sé alls ekki þannig að allir sem séu með barnagirnd brjóti af sér. Einstaklingar sem finni einnig til langana til jafnaldra eigi meiri möguleika á því að komast í og dafna í slíkum samböndum en það sé erfiðara fyrir þá sem girnist aðeins börn. Þá sé hins vegar að finna eitthvað annað til að gefa lífinu gildi. „Það er hægt,“ segir hún ákveðin. Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Úrræðið var sett á laggirnar síðla árs 2021 og hefur verið sérstaklega miðað að einstaklingum sem hafa kynferðislegar hugsanir og/eða langanir sem beinast gegn börnum. Heildarfjöldi viðtala var 140 árið 2022 og það sem af er ári hafa 20 einstaklingar bæst í hóp þjónustuþega. Fimm voru skikkaðir í viðtal af dómstólum og átta vísað á úrræðið af lögreglu en Jóhanna Dagbjartsdóttir sálfræðingur segir langflesta koma að eigin frumkvæði. Hún segir hópinn fjölbreyttan. „Þetta er fólk sem hefur áhyggjur af kynhegðun sinni eða hefur verið sakað um óæskilega kynhegðun, til dæmis. Fólk er líka mikið að koma og gera eitthvað upp úr fortíðinni; að hafa gengið yfir mörk, hafa jafnvel fengið dóm og er svona að vinna úr því. Taka ábyrgð á og vinna úr þeim afleiðingum sem þetta hefur haft á allt lífið,“ segir Jóhanna. Hafa miklar áhyggjur af eigin hugsunum Jóhanna segir hópinn þannig spanna allan skalann; frá því að hafa mögulega gert eitthvað í barnæsku í að hafa nýlega verið sakaður um eitthvað. Þá séu einnig einstaklingar í hópnum sem finna það hjá sjálfum sér að hafa mögulega farið yfir mörk. Jóhanna Dagbjartsdóttir. Það má kannski segja að þeir sem leita til Taktu skrefið skiptist í þrjá hópa; þá sem hafa óvelkomnar hugsanir, þá sem hafa gert eitthvað af sér og þá sem hafa fengið á sig dóm. „Sumir hafa bara áhyggjur af eigin hugsunum,“ segir Jóhanna um þá sem leita í úrræðið til að fyrirbyggja að þeir geri mögulega eitthvað af sér. „Þá eru þetta annars vegar þráhyggjuhugsanir, þar sem það eru kannski ekki miklar líkur á að þær verði að hegðun, heldur eru þetta bara óþægilegar hugsanir sem koma og eru ekkert endilega að kveikja kynferðislega löngun eða svoleiðis. Svo hins vegar alveg á hinum endanum, þar sem við erum að tala um barnagirnd og alveg mjög óþægilegar hugsanir sem fólk vill ekki að hafa og er því að leita sér aðstoðar.“ Jóhanna segir að þegar um sé að ræða áráttu- og þráhyggjuhugsanir þá séu þær oft af kynferðislegum toga en kveiki ekki endilega kynferðislega löngun. Barnagirndin sé öðruvísi; þar sé um að ræða kynferðislega löngun í börn. „Það kemur alveg fyrir,“ segir Jóhanna spurð að því hvort menn séu greindir með barnagirnd í úrræðinu, „en við erum ekki mikið í því að stimpla fólk. Sumir eru hins vegar augljóslega með barnagirnd og þá er það bara rætt.“ Vel mögulegt að lifa með barnagirnd án þess að brjóta af sér Það er ekki auðvelt að ræða um barnagirnd og kynferðislegar hugsanir um börn. Jóhanna segir flesta þá sem hafa leitað í úrræðið eiga það sameiginlegt að þjást af miklum kvíða, bæði vegna hugsana sinna og þá hafa þeir sem hafa þegar brotið af sér áhyggjur af því að gera það aftur. Af þeim sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot séu sumir sem telja sig ekki hafa gert neitt rangt, aðrir sem viðurkenni að hafa gert rangt og þá sé enn annar hópur einstaklinga sem hafa fengið dóm en telja sig enga að síður saklausa. Erfitt sé að aðstoða þann hóp. Meðferðarúrræði Taktu skrefið felast einna helst í hugrænni athyglismeðferð en eru sérsniðin að hverjum og einum. Hingað til hefur hópurinn sem fær meðferð verið á aldrinum 25 til 50 ára, með einhverjum undantekningum. Tölfræði erlendis bendir til þess að 1 prósent einstaklinga séu haldnir barnagirnd en þar af eru langflestir karlmenn. Hlutfallið samsvarar 2.000 karlmönnum á Íslandi. Jóhanna segir sannarlega hægt að aðstoða þá sem leita sér hjálpar og ítrekar að þótt óþægilegar hugsanir leiti á menn þýði það ekki að þeir séu endilega líklegir til að brjóta af sér. Hún segir ekki einfalt að svara því hvort barnagirnd sé „meðfædd“. „Það er erfitt að segja já eða nei,“ segir Jóhanna. „En við sjáum oft að þetta virðist vera eitthvað sem menn hafa alltaf haft frá kynþroska... hugsanir og langanir.“ Það er ekki hægt að lækna barnagirnd, segir Jóhanna, en það sé hægt að lifa með henni með aðstoð. Hún ítrekar að það sé alls ekki þannig að allir sem séu með barnagirnd brjóti af sér. Einstaklingar sem finni einnig til langana til jafnaldra eigi meiri möguleika á því að komast í og dafna í slíkum samböndum en það sé erfiðara fyrir þá sem girnist aðeins börn. Þá sé hins vegar að finna eitthvað annað til að gefa lífinu gildi. „Það er hægt,“ segir hún ákveðin.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira