Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2023 11:46 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar sem hefur sektað Creditinfo um 38 milljónir. Samsett/Vilhelm/Skjáskot Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Tilkynningu Persónuverndar um sektina má lesa á vef stofnunarinnar. Þar segir að 27. júní 2023 hafi Persónuvernd lokið málum vegna skráningar upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá fyrirtækinu Creditinfo Lánstrausti hf. Neytendasamtökin töldu Creditinfo veita smálánafyrirtækjunum „skálkaskjól“ og að skráningarnar brytu í bága við bæði starfsleyfi Creditinfo og lög. Í kjölfarið kvörtuðu þau yfir Creditinfo árið 2020 með vísan til lántökukostnaðar. Vantaði ákvæði um vanskilaskráningu Þar reyndi á hvort skráningin hefði brotið gegn lögmætisskilyrði persónuverndarlöggjafarinnar en Persónuvernd segir að í kjölfar úrlausna frá dómstólum hafi ekki lengur reynt á það atriði sérstaklega. Við athugun á lánaskilmálum eCommerce 2020 ApS á síðari stigum hafi hins vegar komið í ljós að þar til seint í maí 2019 hafði vantað ákvæði í lánaskilmála um að við vanskil kæmi til vanskilaskráningar. Persónuvernd taldi ljóst að umrædd skráning hefði einkum getað helgast af ákvæði sem þessu í samræmi við skilyrði í starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. Auk þess lá fyrir að skráðar höfðu verið kröfur að höfuðstól undir lágmarksfjárhæð samkvæmt skilmálum leyfisins. Í úrskurði Persónuverndar var byggt á því að Creditinfo bæri að kanna hvort kröfur, sem henni væru sendar til skráningar, fullnægðu skráningarskilyrðum. Creditinfo hefði ekki farið nægilega að þeirri skyldu og var af því tilefni lögð sekt á fyrirtækið. Sektin 2,5 prósent af 1,5 milljarðs ársveltu Við ákvörðun sektarinnar segir Persónuvernd að litið hafi verið til fjölda hinna skráðu, þess að starfsemi stofunnar átti að skila hagnaði, tafar á eyðingu skráninga eftir að misbrestur á skráningarskilyrðum kom í ljós og sérlega íþyngjandi eðlis vinnslunnar, „í tengslum við möguleika hinna skráðu á lánafyrirgreiðslu vegna íbúðakaupa eða ófyrirséðra útgjalda. “ Einnig var vísað til þess að skoðun sem stofan gerði á umræddum skráningum fór ekki fram fyrr en að fengnum ábendingum utanaðkomandi. Þó var tekið tillit til þess að með skoðuninni var brugðist við ábendingunum af sjálfsdáðum þannig að skráningum var að endingu eytt. Með vísan til framangreindra atriða og annars sem á reyndi í málinu var sektarfjárhæð ákvörðuð 37.856.900 krónur sem er 2,5 prósent af ársveltu Creditinfo Lánstrausts hf. samkvæmt síðasta ársreikningi. Hámarkssekt Persónuverndar er fjögur prósent af ársveltu. Smálánafyrirtæki og innheimtufyrirtæki sektuð Þá voru gefnar út ákvarðanir um álagningu sekta á eCommerce 2020 ApS og fyrrum innheimtuaðila þess félags, A.I.C. ehf. (áður Almenna innheimtu ehf.), fyrir sendingu krafnanna til skráningar þrátt fyrir að áðurnefnt ákvæði í lánaskilmálum skorti. Byggt var á sömu sjónarmiðum um fjölda hinna skráðu, það að starfsemin tengdist kjarnastarfsemi og fór fram fram í hagnaðarskyni og hið íþyngjandi eðli vinnslunnar. Einnig var litið til þess að umsvif eCommerce 2020 ApS og A.I.C. ehf. höfðu dregist verulega saman frá því að atvik máls áttu sér stað. Sekt eCommerce 2020 apS nam 7,5 milljónum króna og A.I.C. nam 3,5 milljónum króna. Creditinfo hafi ekki brugðist rétt við Creditinfo hefur birt tilkynningu vegna málsins þar fyrirtækið viðurkennir að hafa brugðist rangt við málinu. Fyrirtækið hafi breytt verklagi sínu í kjölfar sektar Persónuverndar með því að herða kröfur sem séu gerðar til þeirra sem nýti þjónustuna. Þá hafi fyrirtækið hætt viðskiptum við umrædda aðila. Hrefna Ösp, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið ekki hafa brugðist rétt við en hafi breytt verklagi í kjölfar sektarinnar.Aðsend „Það er grunnforsenda í okkar starfsemi að upplýsingar um ábyrgð og stöðu skuldara séu réttar. Þetta mál sneri meðal annars að því hvort þriðji aðili hefði haft heimild til að skrá upplýsingar á vanskilaskrá. Þegar málið kemur upp þá brugðumst við ekki rétt við í upphafi. Við hefðum átt að láta viðskiptavini þessa þriðja aðila njóta vafans,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, í tilkynningunni. „Skráning á vanskilaskrá er íþyngjandi gagnvart öllum sem í hlut eiga og því er það algjört úrslitaatriði að við höfum þessa hluti í lagi. Þetta mál kom upp fyrir fjórum árum og við erum búin að grípa til ýmissa aðgerða sem eiga að hindra að slík mál komi upp aftur. Við höfum stóreflt fræðslu og upplýsingagjöf um hvernig farið er með skráningar á vanskilaskrá og hvaða réttinda fólk nýtur í þeim tilfellum. Fólk fær nú miklu meiri fræðslu en áður um sinn rétt og við erum fljótari að bregðast við athugasemdum frá lántökum,“ segir hún einnig. Neytendur Persónuvernd Smálán Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tilkynningu Persónuverndar um sektina má lesa á vef stofnunarinnar. Þar segir að 27. júní 2023 hafi Persónuvernd lokið málum vegna skráningar upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á smálánum hjá fyrirtækinu Creditinfo Lánstrausti hf. Neytendasamtökin töldu Creditinfo veita smálánafyrirtækjunum „skálkaskjól“ og að skráningarnar brytu í bága við bæði starfsleyfi Creditinfo og lög. Í kjölfarið kvörtuðu þau yfir Creditinfo árið 2020 með vísan til lántökukostnaðar. Vantaði ákvæði um vanskilaskráningu Þar reyndi á hvort skráningin hefði brotið gegn lögmætisskilyrði persónuverndarlöggjafarinnar en Persónuvernd segir að í kjölfar úrlausna frá dómstólum hafi ekki lengur reynt á það atriði sérstaklega. Við athugun á lánaskilmálum eCommerce 2020 ApS á síðari stigum hafi hins vegar komið í ljós að þar til seint í maí 2019 hafði vantað ákvæði í lánaskilmála um að við vanskil kæmi til vanskilaskráningar. Persónuvernd taldi ljóst að umrædd skráning hefði einkum getað helgast af ákvæði sem þessu í samræmi við skilyrði í starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. Auk þess lá fyrir að skráðar höfðu verið kröfur að höfuðstól undir lágmarksfjárhæð samkvæmt skilmálum leyfisins. Í úrskurði Persónuverndar var byggt á því að Creditinfo bæri að kanna hvort kröfur, sem henni væru sendar til skráningar, fullnægðu skráningarskilyrðum. Creditinfo hefði ekki farið nægilega að þeirri skyldu og var af því tilefni lögð sekt á fyrirtækið. Sektin 2,5 prósent af 1,5 milljarðs ársveltu Við ákvörðun sektarinnar segir Persónuvernd að litið hafi verið til fjölda hinna skráðu, þess að starfsemi stofunnar átti að skila hagnaði, tafar á eyðingu skráninga eftir að misbrestur á skráningarskilyrðum kom í ljós og sérlega íþyngjandi eðlis vinnslunnar, „í tengslum við möguleika hinna skráðu á lánafyrirgreiðslu vegna íbúðakaupa eða ófyrirséðra útgjalda. “ Einnig var vísað til þess að skoðun sem stofan gerði á umræddum skráningum fór ekki fram fyrr en að fengnum ábendingum utanaðkomandi. Þó var tekið tillit til þess að með skoðuninni var brugðist við ábendingunum af sjálfsdáðum þannig að skráningum var að endingu eytt. Með vísan til framangreindra atriða og annars sem á reyndi í málinu var sektarfjárhæð ákvörðuð 37.856.900 krónur sem er 2,5 prósent af ársveltu Creditinfo Lánstrausts hf. samkvæmt síðasta ársreikningi. Hámarkssekt Persónuverndar er fjögur prósent af ársveltu. Smálánafyrirtæki og innheimtufyrirtæki sektuð Þá voru gefnar út ákvarðanir um álagningu sekta á eCommerce 2020 ApS og fyrrum innheimtuaðila þess félags, A.I.C. ehf. (áður Almenna innheimtu ehf.), fyrir sendingu krafnanna til skráningar þrátt fyrir að áðurnefnt ákvæði í lánaskilmálum skorti. Byggt var á sömu sjónarmiðum um fjölda hinna skráðu, það að starfsemin tengdist kjarnastarfsemi og fór fram fram í hagnaðarskyni og hið íþyngjandi eðli vinnslunnar. Einnig var litið til þess að umsvif eCommerce 2020 ApS og A.I.C. ehf. höfðu dregist verulega saman frá því að atvik máls áttu sér stað. Sekt eCommerce 2020 apS nam 7,5 milljónum króna og A.I.C. nam 3,5 milljónum króna. Creditinfo hafi ekki brugðist rétt við Creditinfo hefur birt tilkynningu vegna málsins þar fyrirtækið viðurkennir að hafa brugðist rangt við málinu. Fyrirtækið hafi breytt verklagi sínu í kjölfar sektar Persónuverndar með því að herða kröfur sem séu gerðar til þeirra sem nýti þjónustuna. Þá hafi fyrirtækið hætt viðskiptum við umrædda aðila. Hrefna Ösp, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið ekki hafa brugðist rétt við en hafi breytt verklagi í kjölfar sektarinnar.Aðsend „Það er grunnforsenda í okkar starfsemi að upplýsingar um ábyrgð og stöðu skuldara séu réttar. Þetta mál sneri meðal annars að því hvort þriðji aðili hefði haft heimild til að skrá upplýsingar á vanskilaskrá. Þegar málið kemur upp þá brugðumst við ekki rétt við í upphafi. Við hefðum átt að láta viðskiptavini þessa þriðja aðila njóta vafans,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, í tilkynningunni. „Skráning á vanskilaskrá er íþyngjandi gagnvart öllum sem í hlut eiga og því er það algjört úrslitaatriði að við höfum þessa hluti í lagi. Þetta mál kom upp fyrir fjórum árum og við erum búin að grípa til ýmissa aðgerða sem eiga að hindra að slík mál komi upp aftur. Við höfum stóreflt fræðslu og upplýsingagjöf um hvernig farið er með skráningar á vanskilaskrá og hvaða réttinda fólk nýtur í þeim tilfellum. Fólk fær nú miklu meiri fræðslu en áður um sinn rétt og við erum fljótari að bregðast við athugasemdum frá lántökum,“ segir hún einnig.
Neytendur Persónuvernd Smálán Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira