„Ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 10:00 Bryndís Arna Níelsdóttir bregður á leik með skotskóna. Vísir/Hulda Margrét Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fyrstu ellefu umferðirnar. Hún hefur skorað níu mörk eða fjórum mörkum meira en þær sem skipa annað sætið á listanum yfir markahæstu menn. Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Bryndís Arna er að blómstra á sínu öðru tímabili hjá Hlíðarenda en hvað er að skila öllum þessum mörkum. „Ég hef verið að æfa þetta mjög mikið og svo er ég með þessa leikmenn við hliðina á mér í Val sem eru að aðstoða mig. Þær eiga jafnmikið kredit fyrir þessi mörk og ég. Ég er mjög ánægð með alla í liðinu,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Erfitt í fyrra Bryndís segir að það sé munur á henni í ár og í fyrra þegar hún steig sína frumraun með Valsliðinu. „Jú klárlega. Ég var að glíma við meiðsli í fyrra og svo vorum við bara með hörku framherja í Cyeru [Hintzen] og Elínu Mettu [Jensen] þegar ég kom til baka. Þá var svolítið erfitt að brjótast inn í liðið,“ sagði Bryndís Arna. „Ég setti mér það markmið fyrir þetta tímabil að ætla að komast inn í þetta byrjunarlið, fara hjálpa liðinu, skora mörk, gefa stoðsendingar og mér finnst það hafa heppnast vel,“ sagði Bryndís. Vildi vera framherji númer eitt, tvö og þrjú „Cyera fór út og Elín Metta hætti. Ég vildi bara vera framherji númer eitt, tvö og þrjú. Ég vil alltaf vaxa og dafna í mínum leik og það hjálpar að vera með þessu Valsliði og vera með Pétur sem þjálfara,“ sagði Bryndís en hvernig er Pétur sem þjálfari. „Hann er mjög góður þjálfari og við sjáum það bara á árangri Valsliðins undanfarin ár. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra og hann er mjög góður þjálfari og að kenna mér mjög margt,“ sagði Bryndís. Alltaf að tala um þegar hann var í Feyenoord Pétur Pétursson er náttúrulega algjör goðsögn sem leikmaður og einn allra besti framherji Íslandssögunnar. Minnir hann stelpurnar stundum á það. „Ó já. Á hverri einustu æfingu þá er hann að tala um þegar hann var í Feyenoord. Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa. Það er mjög skemmtilegt að hafa hann,“ sagði Bryndís. Hún er búin að skora níu sinnum í ellefu leikjum en er markauppskera sumarsins til þessa framar hennar vonum. „Nei ég hef alltaf vitað að ég væri mikill markaskorari og er góð í því. Ég hef skorað mikið af mörkum í gegnum tíðina og þetta var aldrei að fara að breytast í ár. Bara að skora mörk og leggja upp mörk fyrir liðsfélagana mín. Það var alltaf markmiðið og meðan við erum að vinna þá er ég mjög sátt,“ sagði Bryndís. Bryndís talar líka um Fanndísi Friðriksdóttur og mikilvægi hennar í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bryndís Arna: Hann er mjög fyndinn og mjög góð týpa
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira