Sannkallað sumarveður um helgina Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2023 07:34 Hiti veður á bilinu níu til nítján stig í dag, hlýjast suðvestanlands. Vísir/Vilhelm Allmikill hæðarhryggur er nú yfir Grænlandshafi og stjórnar veðurlagi helgarinnar sem verður sannkallað sumarveður. Fremur hægir norðaustanvindar munu leika um landið í dag, en strekkingur eða allhvasst og dálítil rigning við suðausturströninda í kvöld og fram á nótt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði fremur svalt í þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna í morgunsárið, en hlýni talsvert þegar sólir leysi þokubakkana upp. Hiti veður á bilinu níu til nítján stig í dag, hlýjast suðvestanlands. „Sólin mun sýna sig eitthvað í öllum landshlutum um helgina nema síst í þokulofti og súld úti við norður- og austurströndina. Hitatölur munu nálgast 20 stig á Suðurlandi í dag, en jafnvel 21 til 23 stig á stöku stað vestan- og norðanlands hina dagana. Ef ekki er rétti tíminn að fara í gönguferðir og útilegu eftir þessa veðurspá, þá hvenær,“ spyr veðurfræðingur. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 við suðausturströndina. Dálítil væta öðru hvoru á austanverðu landinu, en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti víða 13 til 20 stig, en sums staðar hlýrra í innsveitum. Á sunnudag: Norðaustan 3-10 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Suðurlandi, en mun svalara við sjávarsíðuna fyrir norðan. Á mánudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s og skýjað, en víða bjartviðri sunnan heiða. Hiti 8 til 18 stig, mildast suðvestanlands. Á þriðjudag: Norðlæg átt og dálítil rigning, en þurrt að kalla á vestanverðu landinu og kólnar í veðri. Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir. Hiti 5 til 15 stig, mildast sunnanlands. Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna norðanátt með rigningu, en þurrt að mestu syðra. Veður Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði fremur svalt í þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna í morgunsárið, en hlýni talsvert þegar sólir leysi þokubakkana upp. Hiti veður á bilinu níu til nítján stig í dag, hlýjast suðvestanlands. „Sólin mun sýna sig eitthvað í öllum landshlutum um helgina nema síst í þokulofti og súld úti við norður- og austurströndina. Hitatölur munu nálgast 20 stig á Suðurlandi í dag, en jafnvel 21 til 23 stig á stöku stað vestan- og norðanlands hina dagana. Ef ekki er rétti tíminn að fara í gönguferðir og útilegu eftir þessa veðurspá, þá hvenær,“ spyr veðurfræðingur. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 við suðausturströndina. Dálítil væta öðru hvoru á austanverðu landinu, en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti víða 13 til 20 stig, en sums staðar hlýrra í innsveitum. Á sunnudag: Norðaustan 3-10 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Suðurlandi, en mun svalara við sjávarsíðuna fyrir norðan. Á mánudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s og skýjað, en víða bjartviðri sunnan heiða. Hiti 8 til 18 stig, mildast suðvestanlands. Á þriðjudag: Norðlæg átt og dálítil rigning, en þurrt að kalla á vestanverðu landinu og kólnar í veðri. Á miðvikudag: Norðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir. Hiti 5 til 15 stig, mildast sunnanlands. Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna norðanátt með rigningu, en þurrt að mestu syðra.
Veður Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Sjá meira