Um orð Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 7. júlí 2023 14:01 Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Hinsegin Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar