„Verðum að fara nýta færin betur“ Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2023 17:16 Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfarateymi Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. „Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira