Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2023 08:57 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stendur hér með hermönnunum fimm sem leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól. AP/Forsetaembætti Úkraínu Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Mennirnir fimm leiddu varnir Úkraínumanna í Maríupól í fyrra en þurftu á endanum að gefast upp, ásamt rúmlega þúsund öðrum hermönnum, eftir langvarandi umsátur Rússa. Flestir verjendur borgarinnar tilheyra Azov-herdeildinni svokölluðu, sem yfirvöld í Rússlandi hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök, og landgönguliði Úkraínu. Azov-herdeildin var stofnuð upprunalega árið 2014 sem sjálfboðaliðasveit og kom að því að berjast gegn sveitum aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta landsins. Azov-herdeildin hefur verið bendluð við nýnasista en hún var innleidd inn í úkraínska herinn. Upprunalegir stofnendur hennar yfirgáfu hana fyrir mörgum árum og Úkraínumenn segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Rússar höfðu heitið því að rétta yfir þeim sem hryðjuverkamönnum en slepptu 215 þeirra í fangaskiptum í september fyrra. Rúmlega sjö hundruð hermenn sem gáfust upp í Maríupól eru enn í haldi Rússa. 500 . , . 50 .298 pic.twitter.com/HMWw0yHuSE— (@ZelenskyyUa) July 8, 2023 Yfirvöld í Tyrklandi höfðu milligöngu um fangaskiptin en leiðtogarnir fimm áttu að vera áfram í Tyrklandi þar til stríðinu væru lokið. Í skiptum fengu Rússar 55 hermenn og Viktor Medvedchuk en það er úkraínskur auðjöfur og góður vinur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Pútín er guðfaðir dóttur Medcedchuk. Lét Pútín ekki vita Selenskí fór til Tyrklands á föstudaginn þar sem hann fundaði með Erdogan og sneri hann aftur með leiðtogana fimm og yfirlýsingu frá Erdogan um að Úkraína ætti að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í gær að Rússar hefðu ekki fengið að vita af því að mönnunum hefði verið leyft að ferðast til Úkraínu og sagði hann að það væri brot á samkomulagi sem Rússar gerðu við Tyrki og Úkraínumenn. Peskóv sagði einnig að Erdogan hefði verið undir miklum þrýstingi frá öðrum aðildarríkjum NATO. Samkvæmt frétt Moscow Times, sem vísar í viðtal RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, við Peskóv, sagði talsmaðurinn að enginn hefði látið Rússa vita af því að mönnunum yrði sleppt. Það hafi orðið ljóst í gær þegar Selenskí birti mynd af sér með mönnunum í flugvél á leið frá Tyrklandi til Úkraínu. Erdogan, sem hefur nokkrum sinnum verið milliliður milli Úkraínu og Rússlands, hefur komið að nokkrum samkomulögum þeirra á milli. Þar á meðal eru fangaskipti og korn-samkomulagið svokallaða sem snýr að því að leyfa Úkraínumönnum að flytja korn til Afríku. Erdogan sagði á föstudaginn að Pútín myndi mögulega ferðast til Tyrklands í næsta mánuði. Peskóv sagði það koma til greina en að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum.
Úkraína Rússland Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13 Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45