Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 12:14 Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í morgun á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira