„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Óskar Sævarsson er landvörður Reykjanesfólkvangs. Vísir/Arnar Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. „Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“ Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Þessir gikkskjálftar svokallaðir, sem eru þá ekki tengdir óróasvæðinu, eru margir hverjir að koma hérna, ekki kílómetra frá okkur, frá suðurenda Kleifarvatns. Mjög stórir,“ sagði Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, þegar fréttastofa ræddi við hann um miðjan dag í gær. Það var vel að merkja áður en eldgos hófst í Litla-Hrúti síðdegis í gær. Fyrir hálfum mánuði hafi skjálfti í kringum 4,5 að stærð riðið yfir. „Þá hrukku allar frárennslislagnir hér í sambandi við þessi klósett hér í Seltúni. Það fór allt í sundur og skemmdist. Þetta er reyndar í fjórða skipti sem við gerum þetta á fimmtán árum, að laga til eftir jarðskjálfta.“ Viðgerðir hafi þó gengið vel. Sem sé eins gott, því um sé að ræða eina af fáum salernisaðstöðum fyrir ferðamenn á stóru svæði. „En jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó. Þetta er bara leir hérna undir. Þetta eru svona tvö, þrjú fet af gróðurþekju, og svo er bara leir, mjög þéttur leir, sem er eiginlega bara eins og steypa. Ferðamenn forðast svæðið Minna sé af ferðamönnum á svæðinu en áður. Á venjulegum degi í júlí megi búast við allt að 300 manns á klukkutíma. „Núna er bara brotabrot af því sem ætti að vera. Ég er svona að tengja það þessu kerfi Almannavarna og lögreglustjóra, að senda aðvaranir og upplýsa fólk. Því það er ekkert gáfulegt að vera á hér á ferðinni í þessum látum. Fólk hefur verið alveg felmtri slegið, komið hlaupandi niður úr fjöllunum. Það segir sig sjálft að það er bara hættulegt að vera þarna uppi,“ segir Óskar. Það voru fáir á ferð í Seltúni í Krýsuvík þegar fréttastofa mætti þangað um miðjan dag í dag. Landvörður tjáði fréttamanni að á venjulegum júlídegi væri vinstra bílastæðið alla jafna stútfullt af fólksbílum, og malarstæðið til hægri krökkt af rútum. Viðvaranir vegna skjálfta og eldgosahættu virtust bera árangur.Vísir/Arnar Mikið hafi verið um grjóthrun upp á síðkastið. Jarðskjálftinn sem reið yfir á sunnudagskvöld, sem var 5,2 að stærð, virðist þó hafa haft takmörkuð áhrif. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hérna í dag var að athuga hvort lagnirnar hefðu enn einu sinni hrokkið í sundur, því það er kvöð margra landvarða að hafa salernismálin í lagi, svona fjarri þéttbýlissvæðum.“ Og þær hafa sloppið núna? „Þær hafa sloppið, já. Í þetta sinn.“
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira