Varla komin aftur eftir að hafa flúið gosið fyrir tveimur árum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2023 22:24 Ársæll Ármannsson, einn af eigendum Ísólfsskála. Ívar Fannar Arnarsson Eigendur Ísólfsskála, sem flúðu með allt lauslegt verðmæti af jörðinni vegna yfirvofandi hraunflóðs úr Geldingadölum fyrir tveimur árum, voru varla byrjaðir að koma sér fyrir aftur núna í sumar þegar enn eitt eldgosið brast á. Þeir vonast þó til að jörðinni stafi ekki ógn af nýjasta gosinu. Þegar hraunið úr Geldingadalagosinu fyrir tveimur árum stefndi niður Nátthaga var því spáð að það gæti náð Suðurstrandarvegi innan tveggja vikna, sem þýddi að Ísólfsskáli væri í hættu. Jörðin er í eigu afkomenda síðustu bændanna, en í frétt Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndir sem við sýndum fyrir tveimur árum þegar þau Halldór Ármannsson og Stefanía Haraldsdóttir voru að bera lausamuni úr einum bústaðnum. „Já, það virðist allt stefna í að þetta komi hérna niður, bara á næstu einni eða tveimur vikum, segja þeir,“ sagði Halldór í viðtali á Stöð 2 í júní 2021. Stefanía Haraldsdóttir og Halldór Ármannsson við bústað sinn, Bjallabæ á Ísólfsskála, þann 23. júní árið 2021.Arnar Halldórsson Þegar við renndum núna aftur í hlað á Ísólfsskála hittum við á Ársæl, bróður Halldórs, sem rifjaði upp flóttann fyrir tveimur árum. „Það var bara gert ráð fyrir því að það færi hér allt undir hraun og það var bara um að gera að taka saman dótið og eigur, og það sem eigulegt var náttúrlega, og yfirgefa svæðið,“ segir Ársæll Ármannsson, einn af eigendum Ísólfsskála. Og núna í sumar var komið að því að flytja inn aftur. „Bara örstutt síðan við fórum að gera eitthvað meira hérna. Og þá byrjar jörðin að skakast,“ segir Ársæll. Og svo færði Halldór bróðir hans honum ný tíðindi í fyrradag. „Þá hringir hann í mig: Heyrðu, það er byrjað að gjósa.“ -Og það er svona um það leyti sem þið eru að koma ykkur fyrir aftur, þá kemur gosið aftur? „Já, já.“ -En ætlið þið nokkuð að hætta við? „Nei, en við áttum von á því að það myndi gjósa en við vissum náttúrlega ekkert hvar. Hvort það væri hérna aftur eða nær Vogum eða Reykjanesbraut. Þeir ætluðu nú að fara að byggja flugvöll þarna, var það ekki?“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Ársæll vonast til að nýjasta gosið ógni ekki Ísólfsskála. „Þetta er nú hinumegin við fjallahryggina hérna. Ég held ekki.“ -Þannig að þið munuð bara koma ykkur aftur fyrir og hafa það notalegt á Ísólfsskála? „Já, já. Og segist taka nýja gosinu með jafnaðargeði. „Það þýðir ekkert annað. Við ráðum ekki yfir náttúrunni,“ segir Ársæll Ármannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þegar hraunið úr Geldingadalagosinu fyrir tveimur árum stefndi niður Nátthaga var því spáð að það gæti náð Suðurstrandarvegi innan tveggja vikna, sem þýddi að Ísólfsskáli væri í hættu. Jörðin er í eigu afkomenda síðustu bændanna, en í frétt Stöðvar 2 voru rifjaðar upp myndir sem við sýndum fyrir tveimur árum þegar þau Halldór Ármannsson og Stefanía Haraldsdóttir voru að bera lausamuni úr einum bústaðnum. „Já, það virðist allt stefna í að þetta komi hérna niður, bara á næstu einni eða tveimur vikum, segja þeir,“ sagði Halldór í viðtali á Stöð 2 í júní 2021. Stefanía Haraldsdóttir og Halldór Ármannsson við bústað sinn, Bjallabæ á Ísólfsskála, þann 23. júní árið 2021.Arnar Halldórsson Þegar við renndum núna aftur í hlað á Ísólfsskála hittum við á Ársæl, bróður Halldórs, sem rifjaði upp flóttann fyrir tveimur árum. „Það var bara gert ráð fyrir því að það færi hér allt undir hraun og það var bara um að gera að taka saman dótið og eigur, og það sem eigulegt var náttúrlega, og yfirgefa svæðið,“ segir Ársæll Ármannsson, einn af eigendum Ísólfsskála. Og núna í sumar var komið að því að flytja inn aftur. „Bara örstutt síðan við fórum að gera eitthvað meira hérna. Og þá byrjar jörðin að skakast,“ segir Ársæll. Og svo færði Halldór bróðir hans honum ný tíðindi í fyrradag. „Þá hringir hann í mig: Heyrðu, það er byrjað að gjósa.“ -Og það er svona um það leyti sem þið eru að koma ykkur fyrir aftur, þá kemur gosið aftur? „Já, já.“ -En ætlið þið nokkuð að hætta við? „Nei, en við áttum von á því að það myndi gjósa en við vissum náttúrlega ekkert hvar. Hvort það væri hérna aftur eða nær Vogum eða Reykjanesbraut. Þeir ætluðu nú að fara að byggja flugvöll þarna, var það ekki?“ Séð yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála.Arnar Halldórsson Ársæll vonast til að nýjasta gosið ógni ekki Ísólfsskála. „Þetta er nú hinumegin við fjallahryggina hérna. Ég held ekki.“ -Þannig að þið munuð bara koma ykkur aftur fyrir og hafa það notalegt á Ísólfsskála? „Já, já. Og segist taka nýja gosinu með jafnaðargeði. „Það þýðir ekkert annað. Við ráðum ekki yfir náttúrunni,“ segir Ársæll Ármannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13 Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. 27. maí 2021 23:13
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26
Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25. október 2021 14:30
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18