„Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júlí 2023 22:31 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Fylkir tapaði naumlega gegn Val á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-1 í kvöld. Fylkismenn voru heilt yfir betra liðið og sköpuðu sér mörk marktækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. „Ég er bara hrikalega stoltur af frammistöðu liðsins, við vorum hrikalega öflugir í dag. Fáum á okkur aulamörk, finnst mér, algjör óþarfi. Bæði í fyrsta markinu ... og svo skotið utan af teig [seinna markið] sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir leik. Hann segir sitt lið hafa spilað vel í dag og ekki gefið Valsmönnum færi á sér, en var svekktur með færanýtingu liðsins og þótti úrslit leiksins ekki endurspegla hvort liðið hafi spilað betur. „Valsmenn sköpuðu ekki mörg færi í þessum leik, fengu ekkert tækifæri til þess. Aftur á móti fáum við þrjú, fjögur jafnvel opin færi í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að skora úr. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, mér finnst það ekki.“ Fylkir sitja í 11. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Þjálfarinn er þó bjartsýnn á framhaldið. „Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar, ef við höldum áfram að spila svona, þá kvíði ég engu.“ Síðustu þrír leikir Fylkis hafa verið gegn efstu þremur liðum deildarinnar, næst spilar liðið við HK á heimavelli. Þrátt fyrir að mæta slakari andstæðingum þýðir ekkert að gefa eftir í baráttunni,“ segir Rúnar. „Allir þessir leikir eru drulluerfiðir, við þurfum að hafa helvíti mikið fyrir þeim og þurfum að leggja okkur svona mikið fram til þess að fá eitthvað út úr þessu, alveg sama hvað liðin heita.“ „Nú erum við búnir að mæta toppliðum með geggjaðan mannskap og nú förum við að mæta liðum sem eru nær okkur í töflunni... við getum byggt rosalega mikið á þessari frammistöðu í þessum leikjum á móti toppliðunum. En við fáum ekkert ókeypis í þessu,“ sagði Rúnar Páll að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af frammistöðu liðsins, við vorum hrikalega öflugir í dag. Fáum á okkur aulamörk, finnst mér, algjör óþarfi. Bæði í fyrsta markinu ... og svo skotið utan af teig [seinna markið] sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir leik. Hann segir sitt lið hafa spilað vel í dag og ekki gefið Valsmönnum færi á sér, en var svekktur með færanýtingu liðsins og þótti úrslit leiksins ekki endurspegla hvort liðið hafi spilað betur. „Valsmenn sköpuðu ekki mörg færi í þessum leik, fengu ekkert tækifæri til þess. Aftur á móti fáum við þrjú, fjögur jafnvel opin færi í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að skora úr. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, mér finnst það ekki.“ Fylkir sitja í 11. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Þjálfarinn er þó bjartsýnn á framhaldið. „Frammistaðan gefur okkur byr undir báða vængi hvað framhaldið varðar, ef við höldum áfram að spila svona, þá kvíði ég engu.“ Síðustu þrír leikir Fylkis hafa verið gegn efstu þremur liðum deildarinnar, næst spilar liðið við HK á heimavelli. Þrátt fyrir að mæta slakari andstæðingum þýðir ekkert að gefa eftir í baráttunni,“ segir Rúnar. „Allir þessir leikir eru drulluerfiðir, við þurfum að hafa helvíti mikið fyrir þeim og þurfum að leggja okkur svona mikið fram til þess að fá eitthvað út úr þessu, alveg sama hvað liðin heita.“ „Nú erum við búnir að mæta toppliðum með geggjaðan mannskap og nú förum við að mæta liðum sem eru nær okkur í töflunni... við getum byggt rosalega mikið á þessari frammistöðu í þessum leikjum á móti toppliðunum. En við fáum ekkert ókeypis í þessu,“ sagði Rúnar Páll að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira