Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 15:47 Fæðingartíðnin er hæst á Íslandi. Innflutningur fólks spilar hins vegar stærri rullu en barnsfæðingar. Vísir/Vilhelm Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka. Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka.
Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira