James Harden staðráðinn í að hefja leik með Clippers í haust Siggeir Ævarsson skrifar 15. júlí 2023 12:46 James Harden í leik gegn Golden State Warriors Vísir/Getty Sagan endalausa um möguleg félagaskipti James Harden heldur áfram en hann er nú sagður staðráðinn í að hefja komandi tímabil sem leikmaður Los Angeles Clippers. Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023 NBA Körfubolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Fyrr í sumar hafði Harden ákveðið að nýta sér ekki eins árs framlengingarákvæði í samningi sínum og freista gæfunnar ósamningsbundinn á leikmannamarkaðnum. Kom þó fljótlega í ljós að áhugi annarra liða á leikmanninum var minni en hann hafði reiknað með og ekki hjálpuðu stífar launakröfur hans til. Mikið var rætt um mögulega endurkomu hans til Houston Rockets, en ekkert varð úr þeim orðrómi og að lokum ákvað Harden að taka ekki þá áhættu að eiga ekki fyrir salti í grautinn næsta vetur og framlengdi samning sinn við 76ers rétt fyrir mánaðamót. Það þýðir þó ekki að Harden hafi áhuga á að vera áfram búsettur í heimaborg Rocky Balboa. Heimildamenn nátengdir Harden segja að hann sé ósáttur við það hvernig Daryl Morey, forseti 76ers, hefur höndlað möguleg félagaskipti hans og nú ætli hann sér að skipta yfir til Los Angeles Clippers, sama hvað. Á meðan Harden bíður eftir félagaskiptum heldur hann þó áfram að umgangast liðsfélaga sína hjá 76ers en hann og Joel Embid sáust skemmta sér saman í Vegas á dögunum og fór vel á með þeim. Embid lét hafa eftir sér að hann vonaðist eftir því að Harden skipti um skoðun en hann virðist hafa gert upp hug sinn um framtíðina. James Harden still wants out of Philadelphia and is determined to end up with the Clippers, per @sam_amick Harden s stance has not changed, a source close to him told The Athletic. He still wants to leave Philadelphia. He s still upset with how Morey handled his situation pic.twitter.com/KwnRE1CTXX— NBACentral (@TheNBACentral) July 13, 2023
NBA Körfubolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira