Þrælahald Ragnar Erling Hermannsson skrifar 15. júlí 2023 13:01 Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég hef unnið núna við ferðaþjónustu síðastliðin sjö ár og verð að viðurkenna að sem leiðsögumaður með meirapróf hef ég fengið að njóta gífurlegra vellystinga fjárhagslega og andlega sem nokkru sinni um ævina. Þetta er sannkallað partý með fólki sem hefur nötrað af tilhlökkun við að koma til Íslands, frír matur og lúxushótel.En það er ekki hjá því komist að hugsa til þess hvers vegna ég fæ að njóta slíkra lífsgæða, hverjum ætli sé að þakka að við sem mökum krókinn getum notið slíkra veiga?„Hver einasti Íslendingur sem ég hef unnið fyrir hefur svikið mig!“.Það er erfitt til þess að hugsa að þetta sé almennt viðhorf þeirra erlendu ríkisborgara sem hafa komið hingað s.l. ár og fært stórar fórnir víðs fjarri heimahögum og sínum nánustu við að vinna og halda uppi þessum iðnaði sem við státum okkur af.Sérstaklega þar sem ég kný atvinnu mína alfarið á þjóðarrembu og stolti.Það er mikið talað um innflytjendur þessa dagana og svertir það mikið fyrir okkur rembunum hér á Fróni hversu orðljót við getum verið:„Geta þessar afætur ekki verið heima hjá sér?“Svo hljómaði færsla á Fésbókinni um daginn þegar verið var að ræða um hælisleitendur frá Venesúela.„Hvað með afæturnar sem flytja héðan til annara landa?“ var eitt svarið við færslunni og ætla ég að taka undir það.Ég hef skrifað áður um það sem ég tel vera þrælahald nútímans. í raun þá erum við ekkert búin að breytast hvað það varðar síðan á Víkingaöld.Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt og veit ég um marga atvinnurekendur í ferðaþjónustu sem eru mikið heiðarlegir og gera vel við sitt fólk.En það er ekki hjá því komst að minna okkur Íslendinga á að það eru þeir 25.000 pólskir ríkisborgarar og fólk frá öðrum löndum sem hafa séð til þess að við getum rekið þessa ferðaþjónustu.Raunin er reyndar sú að ekki bara þar heldur hefur þetta mikið svo vinnusama fólk haldið uppi flestum greinum sem Íslending vilja ekki sjá að vinna.Þannig að.. Takk Pólland, takk Tékkland og þið öll sem hafið fært ykkar fórnir, ekki kunnað tungumálið og látið öskur og vanþakklæti yfir ykkur ganga.Og fyrir hönd.. hmm.. sjálfs míns held ég a.m.k.:Innilega afsakið fjárans Víkingana! Höfundur er einn af stofnendum Viðmóts, samtaka um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun