Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 22:48 Frá eyjunni La Palma þar sem íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. EPA Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap
Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37