Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 11:59 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46