Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 11:59 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46