Er metanvæðingin óttalegt prump? Ottó Elíasson skrifar 17. júlí 2023 13:00 Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Akureyri Sorphirða Orkumál Sorpa Bensín og olía Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál. Þrátt fyrir þetta hafa innviðir rýrnað og framleiðslan á metani frá aflögðum urðunarstað á Glerárdal ofan Akureyrar hefur verið til vandræða. Þá hefur Akureyrarbær nýverið tekið ákvörðun um að veðja ekki lengur á metan-hestinn fyrir strætisvagna bæjarins, því hann er orðinn einsog Sörli eftir Skúlaskeið, með blóðga leggi og brostin lungu, og vonlegt er að hann detti dauður niður á bökkum Glerár innan örfárra ára. Í sömu andrá ber framkvæmdastjóri FÍB af því fregnir að örfáir metanbílar hafi verið fluttir inn til landsins uppá síðkastið, og skýrist þetta fyrst og fremst af fátæklegum innviðum. Það er sannarlega dapurlegt ef það verður niðurstaðan að metan-stöðinni á Akureyri verði á endanum lokað, og ekki verði lengur unnt að aka landshluta á milli á þessum ágæta orkugjafa. En hvað er málið með þetta metan? Við sem samfélag gætum auðvitað tekið ákvörðun um að hætta þessu metan-brasi og fasað þá tækni út hérlendis, þetta er kannski bara deyjandi tækni, einsog látið var í veðri vaka í nýlegri frétt á RÚV? Eigum við ekki nóg rafmagn í rafbílaflotann? Okkur gengur nú ágætlega að kaupa rafbíla, við flytjum jú inn næstflesta rafbíla í heimi (m.v. höfðatölu), og það er sannarlega hið besta mál. En þrátt fyrir aukin innkaup á rafbílum stefnir í að við sláum met í olíuinnflutningi til landsins í ár. Árlega brennum við nefnilega um milljón tonnum af olíu til að knýja áfram samfélagið. Það samsvarar um 1000 Laugardalslaugum á hverju ári. Þrjár laugar á dag, í ljósum logum. Ein frá miðnætti fram að hádegi, önnur frá hádegi fram yfir kvöldfréttir sjónvarps og sú þriðja aftur fram að miðnætti. Til að ná markmiðum okkar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti þurfum við að trappa niður notkun okkar um 60 Laugardalslaugar á ári. Það er ærið verkefni. Því þótt rafbílaumskiptin gangi ágætlega er af nógu að taka þegar kemur að orkuskiptum. Sem samfélag höfum við ekki efni á því að glutra niður tækifærum til orkuskipta. Metanið er einföld og þekkt leið, þótt hún þyki kannski pínu gamaldags og ekki alveg jafn rennileg og glansandi Tesla. Metan verður áfram að vera hluti af eldsneytisflórunni á Íslandi. Það er einmitt stefnan á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum. Framleiðsla á metangasi úr lífmassa hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 10 árum í Evrópu. Með REPowerEU orkustefnu ESB, er ráðgert að tífalda framleiðslu á metangasi fyrir árið 2030. Þó það gæti orðið snúið í sjálfu sér að ná því markmiði, er alveg ljóst að metangas mun gegna þónokkru hlutverki í orkuskiptum í Evrópu, og því ætti það ekki líka að geta gengið hér? Ennfremur má benda á að lífmassi, sem nýta má til framleiðslu á metangasi, er að stærstum hluta nær ónýtt auðlind á Íslandi. Þessari auðlind er sóað. Með uppbyggingu á lífgasvinnslu t.d. í Líforkugörðum á Eyjafjarðarsvæðinu sem nýtti aðföng jafnvel víðar að landinu, mætti ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem næmi um 1% af samdráttarmarkmiðum okkar fyrir árið 2030. Það er drjúgt. Uppgjörið vegna Kyoto samkomulagsins mun að líkindum kosta ríkissjóð um 800 milljónir, og verðmiðinn fyrir að brjóta Parísarsamkomulagið verður talsvert hærri ef fram heldur sem horfir. Það er miklu betra að þessa fjármuni núna til uppbyggingar innanlands og fjárfesta í gagnreyndum og þekktum lausnum sem vitað er að skila árangri, og nýta jafnframt auðlindir sem nú er að miklu leyti sóað. Nýtum þær lífauðlindir sem hent er í dag til að framleiða metangas á samgöngutæki og eflum þann markað sem þó hefur skapast og tryggjum stöðugleika í framboði á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til framtíðar, sem marka eina fjölförnustu leið landsins. Að endingu er ágætt að hafa eftirfarandi staðreynd í huga. Í fallegri, (vonandi ekki alltof) fjarlægri framtíð, þegar samfélagið og hagkerfið verða óháð jarðefnaeldsneyti, og allri okkar orkunotkun verður svalað með sól, vindi, vatnsföllum og jarðhita, verður samt ennþá til metangas. Meðan mannfólk borðar mat og stundar landbúnað, hvort sem er dýrahald eða akuryrkju, verður alltaf til metangas við óhjákvæmilegt niðurbrot á lífrænu efni. Og metangasi er alltaf betra að brenna, t.d. í brunavél bíls, frekar en að leyfa því að gufa uppí lofthjúpinn. Höfundur er rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, samstarfsverkefni um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun