Svíta fyrir ferðamenn í gömlu kirkjunni á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2023 20:30 Kirkjan er ákaflega falleg á innan og það fer örugglega mjög vel um þá, sem panta sér gistingu inn í henni. Aðsend Kirkjan í gamla bænum á Blönduósi hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú notuð, sem svíta fyrir ferðamenn, sem vilja prófa að gista í kirkju. Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í gamla bænum á Blönduósi, sem athafnamenn af svæðinu standa að af miklum myndarskap. Hótel Blönduós hefur til dæmis verið meira og minna endurbyggt til samræmis við fyrra útlit. Gamla kirkjan í bænum vekur sérstaka athygli en henni hefur verið breytt í svítu eða að kirkjan er notuð undir hvers kyns athafnir. „Við svona spilum þetta aðeins af fingrum fram en þú finnur hvað hægt er að afhelga kirkju en andinn hann fer ekkert, það er ofboðsleg ró og friður hérna og hérna á töflunum eru enn þá síðustu sálmarnir, sem voru sungnir, númerin á þeim. Ég var fermdur hérna til dæmis og kom í sunnudagaskólann,” segir Reynir Grétarsson, einn af eigendum Hótels Blönduós og fleiri byggingum í gamla bænum, sem keyptu meðal annars kirkjuna. Reynir segir að ferðamenn séu mjög hrifnir af kirkjunni og ekki síst að geta gist í henni en kirkjan var vígð 13. janúar 1895. Það er meira að segja salerni og baðkar í kirkjuturninum. Og stundum sést Reynir við orgel kirkjunnar og tekur lagið. Blönduósingurinn og athafnamaðurinn, Reynir Grétarsson, sem er einn af þeim, sem á heiðurinn af uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi, hér staddur í gömlu kirkjunni, sem hefur verið breytt í svítu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir segir að heimamenn á Blönduósi séu mjög ánægðir að sjá að gamla kirkjan þeirra er komin í notkun sem hluti af uppbyggingu gamla bæjarsins og ekki síður eru íbúarnir ánægðir með uppbygginguna, sem á sér þar stað. „Fólkinu hérna finnst rosalega vænt um hótelið og að því sé sýnt svona virðing og vinsemd eins og við höfum reynt að gera. Það hefur ekkert verið sparað í þessum endurbótum og fólk kann að meta það,” segir Reynir. Reynir hefur tröllatrú á verkefnum gamla bæjarins og hann eigi eftir að slá í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum, íslenskum og erlendum. „já, ég held að þessi gamli bær á Blönduósi eigi eftir að verða rosalega vinsæll áningarstaður, ekki síst fyrir Íslendinga, sem vilja koma og upplifa smá ró, slaka á og minnka streituna eins og ég sjálfur kannski, þá vilja menn bara ekkert fara aftur, þetta á eftir að slá í gegn,” segir Reynir kampakátur. Kirkjan, sem var vígð 13. janúar 1895.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira