„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 17:41 Tómas hefur gengið um svæðið margoft, meðal annars árið 2021 þegar hann gekk að eldgosinu í Geldingadölum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira