Nýkominn heim frá einu Evrópumóti og strax á leiðinni á annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Tómas Valur Þrastarson í leik á móti Haukum en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Þór undanfarin tvö tímabil. Vísir/Hulda Margrét Íslenska átján ára landslið karla í körfubolta hefur í kvöld leik á Evrópumótinu en Ísland er i b-deild í þessum aldursflokki og keppir í Matoshinos í Portúgal. Einn leikmanna liðsins er nýkominn heim af öðru Evrópumóti. Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira