Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 18:15 Willum Þór í leik Íslands og Slóvakíu. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist. Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira