The Athletic greinir frá þessu en það virðist sem Wayne Rooney, þjálfari DC United, ætli að hrista upp í leikmannahópi sínum. Hinn 32 ára gamli Guðlaugur Victor hefur verið á mála hjá DC United síðan síðasta sumar eftir að spila með Schalke 04 í Þýskalandi þar á undan.
Guðlaugur Victor hefur spilað 28 leiki í MLS-deildinni en virðist nú vera á leið til Belgíu. Það yrði áttunda landið sem hann spilar í á ferli sínum eftir að hafa spilað í Englandi, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Guðlaugur Victor er í grunninn miðjumaður sem hefur einnig spilað sem hægri bakvörður og miðvörður. Hann hefur spilað 36 A-landsleiki fyrir Ísland.