Sjáðu mörkin þegar Man United lagði Arsenal þægilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 12:30 Rauðu djöflarnir lögðu Skytturnar. Manchester United Gott gengi Manchester United á undirbúningstímabilinu heldur áfram. Liðið vann þægilegan 2-0 sigur á silfurliði ensku úrvalsdeildarinnar frá því á síðustu leiktíð, Arsenal, í nótt en bæði lið eru nú stödd í æfingaferð í Bandaríkjunum. Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti