Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám Arna Magnea Danks skrifar 24. júlí 2023 08:00 Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar. 1920 - 1930 var tími frelsis og framfara fyrir LGBTQIA+ fólk í Evrópu þar sem fólk gat verið það sjálft án fordóma og án áreitni. En svo breyttist allt á ótrúlega skömmum tíma og hatrið tók yfir, þar sem öll þau sem pössuðu ekki inn í þrönga skilgreiningu ráðandi afla hvernig fólk ætti að vera, lenti í útrýmingarbúðum Nasista ef það náði ekki að flýja í öruggt skjól í öðrum heimsálfum. Eldorado - Everything the Nazis hate á Netflix. https://www.imdb.com/title/tt27906298/ Sama er upp á teningnum í dag þar sem hver öfgahægri flokkurinn á fætur öðrum sprettur upp og rótgrónir hægri flokkar færast sífellt lengra í sömu átt, þar sem öll þau sem passa ekki í þeirra kassa eru orðin óæskileg, máluð upp sem ógn sem þarf á einn hátt eða annan að útrýma. Því vissulega, þó það sé ekki sagt berum orðum, þá er það ekkert annað en vilji til útrýmingar að viðurkenna ekki tilvist og tilverurétt fólks, að vilja setja lagasetningar sem stöðva nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þrengja sjálfsákvörðunarrétt fólks þannig að það í örvinglan stofni eigin lífi í hættu. Munurinn nú og þá er að núna er hvergi hægt að flýja því hatrið er nettengt og það er allstaðar og jafnvel ríki sem virðast örugg geta orðið hættuleg nánast yfir nótt. Spánn er eitt þeirra ríkja þar sem hinsegið fólk, trans og kynsegið fólk hefur búið við töluverð réttindi og öryggi og er á pari við Ísland, en það er viðkvæmt öryggi sem getur horfið eins og dögg fyrir sólu. https://www.ilga-europe.org/rainbow-europe/ Vox er flokkur á Spáni sem hefur á stefnuskrá sinni að afmá öll lagaleg réttindi LGBTQIA+ fólks, banna þungunarrof, loka landamærunum fyrir flóttafólki og banna bækur, kvikmyndir og annað efni sem þykja óæskilegar og óviðeigandi í anda þeirra laga sem Florida BNA hefur innlimað. https://www.visir.is/g/20232437533d/banna-teiknimyndina-um-bosa-ljosar https://www.hrc.org/press-releases/breaking-gov-desantis-signs-extreme-preemption-bill Við sjáum einnig sömu ömurlegu þróunina í Bretlandi þar sem trans konur, umfram aðra hópa innan LGBTQIA+ eru orðnar að pólitísku bitbeini þar sem allt er gert til að afmennska þær. Gera þær að einhvers konar ógn sem þurfi nauðsynlega að bregðast við með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum, þegar sannleikurinn er sá að hlutfallslega eru trans konur sá minnihlutahópur sem er í mestri hættu að verða fyrir alls kyns ofbeldi út um allan heim. Ekki síst vegna þess áróðurs og skaðlegra staðalímynda sem eru birtar af trans konum í sjónvarpi og kvikmyndum og því nauðsynlegt að fólk trúi ekki í blindni þeim röddum sem vilja skerða mannréttindi trans fólks, heldur hlusti á raddir trans fólks sjálfs og virtra alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stofnana á borð við UN Women, Amnesty International, Stonewall, Unesco og WHO (World Health Organization). https://www.stonewall.org.uk/the-truth-about-trans#change-mind https://www.imdb.com/title/tt8637504/?ref_=nv_sr_srsg_2_tt_8_nm_0_q_disclo Ekkert er hættulegra en hatur sem er dulbúið sem umhyggja vafið inn í falleg og hlý orð á borð við: "verndum konur og börn" - Hér er auðvitað bara átt við siskynja börn og siskynja konur, en ekki trans og kynsegin börn og trans og kynsegin fullorðna einstaklinga. Engar viðurkenndar rannsóknir unnar og samþykktar af alþjóða vísinda og fræðasamfélaginu benda til þess að trans konur séu ógn við sis konur, en aftur á móti búa trans konur við töluverða ógn vegna sinnar kynvitundar sem gerir rökin fyrir að það að vera trans sé val, fáránlegt með öllu. Það velur engin manneskja að búa við fordóma og hatur, að vera hædd, svívirt og kúguð. Það velur engin að vera trans, alveg eins og fólk velur ekki að vera hinsegin, örvhent, með blá eða brún augu. https://williamsinstitute.law.ucla.edu/press/ncvs-trans-press-release/ https://www.gendergp.com/anti-trans-violence-on-the-rise/ Ein birtingarmynd fáránleikans, þessa leikrits sem fjölmiðlar kjósa að kalla menningarstríð, þar sem svo sannarlega er verið að draga athygli fólks að tilbúnni gervi ógn í stað þeirra ógna sem í raun steðja að okkur öllum, eins og hnatthlýnun, er þegar þetta "réttsýna" fólk fyllist "réttlátri" reiði og vandlætingu yfir því að vera kallað sis. Sis þýðir einfaldlega sömu megin á meðan trans þýðir hinum megin, þannig að ef þú ert ekki trans, þá ertu sis, alveg eins og orðið gagnkynhneigður varð til sem andsvar við orðið samkynhneigður. Orð sem urðu ekki til fyrr en á 20 öld og eins og öll orð sem lýsa ástandi eða veruleika, þá eiga þau sínar andstæður, því auðvitað um leið og tungumál þróast og gera ráð fyrir veruleika sem þau viðurkenndu ekki á sama hátt og áður, þá verður einnig til ný andstæða þessa orðs, sem þó eru bara ný orð yfir veruleika sem er eins forn og mannleg tilvist. Raunverulega ástæða reiðinnar er vegna þess valds og þeirrar stjórnunar sem felst í því að viðurkenna ekki tilvist sis, því það er hluti af afmennskun trans fólks að það verður eilíflega að skilgreina sig sem "öðruvísi" á meðan sis fólkið er ekkert and****ans sis, heldur "venjulegt". Þannig verður til í hugum fólks mynd af sér tegund, óæðri tegund mennskunnar sem að sjálfsögðu þarf ekki að hafa sömu réttindi og þau "venjulegu" "æskilegu". Svona hatur hljómar kunnuglega ekki satt? Þetta er gamalt hatur með mörg andlit, þetta er Ku klux klan, þetta er Nasistar seinni heimsstyrjaldarinnar og þetta er í auknu mæli að verða andlit Íhaldsflokksins í Bretlandi og Repúblikanaflokks BNA og hér á landi gælir formaður Miðflokksins við sömu hugmyndafræði. Í kynjafræði eru spurningum um mannlega tilvist velt upp og rýnt er í það hvernig kyngervi einstaklinga hefur mótast af því umhverfi sem þau hafa alist upp í. Hin lifaða reynsla einstaklingsins mótar viðkomandi og því er ekki það sama að vera kona og kona, karl og karl og kynsegin og kynsegin, því það fer eftir þáttum eins og tíma, staðsetningu og umhverfi. Þannig er reynsla svartrar konu í Alabama 1965 ekki sú sama og hvítrar konu í London 1965, hvað þá ef við setjum inn fleiri breytur eins og fötlun, trú, menntun og þjóðfélagsstöðu. Því er það ekkert annað en rökleysa þegar ófötluð, hvít gagnkynhneigð sis kona á Íslandi árið 2023 viðurkennir ekki tilvist annarrar konu út frá sinni reynslu, því að reynsla kvenna er svo margbreytileg og margþætt. Hvernig við upplifum og skilgreinum okkur er vissulega ekki háð samþykki annarra, en líf í sátt og friði við umhverfi okkar er nauðsynlegt til að við þrífumst og því leitumst við eftir viðurkenningu hvers annars. Sú viðurkenning þarf þó að vera gagnkvæm til að við öll njótum okkar en búum ekki í heimi kúgara og þeirra kúguðu. Ég sem trans kona, sem á börn, er vel menntuð, hvít, ófötluð og bý við fjárhagslegt öryggi í einu öruggasta lýðræðisríki heimsins, Íslandi, á við fyrstu sýn, meira sameiginlegt með konunni sem hatar mig, en ég á með svörtu konunni í Alabama 1965, en við nánari skoðun kemur í ljós að við eigum það sameiginlegt að búa á tíma þar sem okkar öryggi og okkar tilvist er minni virði en hvítu sis konunnar. Og það er það sem siskynja gagnkynhneigðir einstaklingar gera sér ekki grein fyrir, í augum þeirra sem búa við hvað mestu forréttindin, sem búa við það að þau eru "normið" sem öll önnur þurfa að beygja sig og bukta fyrir, þá erum við sem erum öðruvísi, í raun öll eins, þó hlekkir okkar séu vissulega gerðir úr mismunandi fordómum. Rasismi, hómófóbía, transfóbía, fötlunarfordómar, útlendinga og innflytjenda hatur, nauðgunarmenning og kvenfyrirlitning er allt birtingarmyndir þessarar kúgunar. Þið sem eruð sis og gagnkynhneigð ólust ekki upp við það að fólk véfengdi kynvitund ykkar, taldi kynhneigð ykkar vera ógeðslega, kallaði ykkur nöfn eins og frík og annað mun verra. Fyrir ykkur var uppeldið ekki ein samfelld og marglaga bælingarmeðferð þar sem átti með vondu og verra að "laga" ykkur, gera ykkur sis og gagnkynhneigð, þar sem innrætt var í ykkur skömm og sektarkennd fyrir að vera öðruvísi, fyrir að vera frík... Ég og mörg önnur hinsegin, kynsegin og trans börn og ungmenni sem ólumst upp á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, upplifðum nákvæmlega þetta og á ákveðnum tímapunkti var ég svo brotin að ég tók þátt í eigin ofbeldi, með því að reyna í sífellu að sannfæra sjálfa mig um að ég gæti "læknast". En sannleikurinn er einfaldlega að ég fæddist svona, ég var trans frá fæðingu og ég vissi ekkert um mína kynhneigð og hafði enga þekkingu á klámi eða kynlífi yfir höfuð þegar ég reyndi í sífellu að finna útskýringu á sjálfri mér. Enda fáránleg útskýring, eða tilraun til þess að útskýra tilvist trans fólks, sett fram í þeim eina tilgangi að sá efasemdarfræjum í huga almennings þegar kemur að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu við trans fólk og þannig stuðla að útskúfun og tilraun til útrýmingar trans fólks. Kynvitund er eitt, kynhneigð er annað og það eina sem þetta tvennt á sameiginlegt er að við fæðumst með hvort tveggja og alveg eins og þið getið verið sis og gagnkynhneigð, þá getið þið verið sis og samkynhneigð, tvíkynhneigð, pankynhneigð og svo framvegis og nákvæmlega það sama gildir um trans fólk og sis fólk, kynhneigð þess er allskonar. Hvað varðar klám, þá breytir það ekki fólki í trans eða hinsegin fólk, ekkert frekar en það myndi breyta hinsegin fólki í gagnkynhneigt og skaðsemi kláms á ungmenni er bara allt önnur umræða og hefur ekkert að gera með það hvort fólk er trans, kynsegin og hinsegin. Ég vissi að ég væri stelpa/kona í röngum líkama, eins og ég upplifði það, löngu áður en hafði nokkra vitneskju um klám eða erótík. Fædd 1970, þá hafði ég enga vitneskju um að til væri fólk eins og ég og í leit minni að útskýringu á sjálfri mér, þá komst ég næst sannleikanum þegar ég sagði við systur mína að ég væri ekki bróðir hennar, heldur örugglega geimvera sem óvart festist í röngum líkama. Tilfinning sem ég hef haft síðan ég fyrst man eftir mér, tæplega 4 ára gömul þegar ég, í áfalli, sagði við móður mína: "ég er ekki í speglinum". 13 ára gömul var ég byrjuð að skera mig til að refsa sjálfri mér fyrir að vera "gölluð" "fædd röng" og hugsaði í fyrsta sinn um hvort að hugsanir og tilfinningar sem ég hafði haft alla ævi þýddu að ég væri kannski tvíkynhneigð, vissi samt lítið sem ekkert um kynhneigðir, enn minna um kynlíf og hafði aldrei séð klám eða neitt í líkingu við það. En svo sá ég Yentl og í fyrsta skipti tengdi ég við aðra sál. Ung kona að þykjast vera maður til að lifa af í heimi sem gerði ekki ráð fyrir henni, en á sama tíma vildi vera séð sem hún sjálf... Mín lifaða reynsla sem trans konu er vissulega ekki sú sama og sis konu, en það gerir mig ekki að minna virði sem konu, eða að minni konu, ekkert frekar en konan sem getur ekki átt börn er minna virði en konan sem getur átt börn, eða að kona sem er fædd í Afganistan sé minna virði en kona fædd á Íslandi, eða að kona sem er fötluð sé minna virði en ófötluð kona. Því þó okkar lífsreynsla og leiðir að kvenleikanum séu ólíkar, þá eigum við allar það sameiginlegt að þurfa að berjast við kynjakerfi sem vill hlekkja okkur í ákveðin box, skerða réttindi okkar og smætta okkur niður á einn hátt eða annan og fá okkur sjálfar til að berjast gegn hver annarri. En kúgun einnar okkar, er kúgun okkar allra og engin okkar er frjáls á meðan einhver okkar er hlekkjuð. Frá blautu barnsbeini hef ég þurft að þola áreiti, hótanir um nauðganir og nauðganir vegna kvenleikans míns og þrátt fyrir ógeðslegt og gróft ofbeldi, þá er ég er enn. Ég er samt ekki ósködduð, ég ber andleg og líkamleg ör, ég er með flókna áfallastreitu og ég á baki sögu um sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir og nú vegna sýnileika míns, þá fæ ég allskyns ömurleg, niðurlægjandi og hatursfull skilaboð. En ég held áfram að berjast við drauga fortíðarinnar og nettröll nútímans, skrifa og neita að gefast upp. Ekki af því ég er svona mikilvæg, heldur vegna þess að börnin mín eru það og öll hinsegin, kynsegin og trans börn eru það og ég í minni forréttindastöðu sem vel menntuð og fjárhagslega sjálfstæð kona, hef rödd sem er ekki eins auðvelt að þagga niður í og þegar ég var yngri. Ég hef líka sagt það áður, að það að ég sé trans er bara eitt af því sem ég er, og sem manneskja sem hefur kennt þúsundum barna, yfir 20 ára tímabil og lært að meta og virða hvert einasta þeirra og mæta þeim þar sem þau eru, þá finnst mér furðulegt að það skuli vera svona erfitt fyrir svo mörg að mæta okkur sem erum trans, kynsegin og hinsegin þar sem við erum. Erum við raunverulega svona mikil ógn í ykkar augum? Er ég, án þess að þú í raun þekkir mig, virkilega, allt það sem þú hatar? Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar. 1920 - 1930 var tími frelsis og framfara fyrir LGBTQIA+ fólk í Evrópu þar sem fólk gat verið það sjálft án fordóma og án áreitni. En svo breyttist allt á ótrúlega skömmum tíma og hatrið tók yfir, þar sem öll þau sem pössuðu ekki inn í þrönga skilgreiningu ráðandi afla hvernig fólk ætti að vera, lenti í útrýmingarbúðum Nasista ef það náði ekki að flýja í öruggt skjól í öðrum heimsálfum. Eldorado - Everything the Nazis hate á Netflix. https://www.imdb.com/title/tt27906298/ Sama er upp á teningnum í dag þar sem hver öfgahægri flokkurinn á fætur öðrum sprettur upp og rótgrónir hægri flokkar færast sífellt lengra í sömu átt, þar sem öll þau sem passa ekki í þeirra kassa eru orðin óæskileg, máluð upp sem ógn sem þarf á einn hátt eða annan að útrýma. Því vissulega, þó það sé ekki sagt berum orðum, þá er það ekkert annað en vilji til útrýmingar að viðurkenna ekki tilvist og tilverurétt fólks, að vilja setja lagasetningar sem stöðva nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þrengja sjálfsákvörðunarrétt fólks þannig að það í örvinglan stofni eigin lífi í hættu. Munurinn nú og þá er að núna er hvergi hægt að flýja því hatrið er nettengt og það er allstaðar og jafnvel ríki sem virðast örugg geta orðið hættuleg nánast yfir nótt. Spánn er eitt þeirra ríkja þar sem hinsegið fólk, trans og kynsegið fólk hefur búið við töluverð réttindi og öryggi og er á pari við Ísland, en það er viðkvæmt öryggi sem getur horfið eins og dögg fyrir sólu. https://www.ilga-europe.org/rainbow-europe/ Vox er flokkur á Spáni sem hefur á stefnuskrá sinni að afmá öll lagaleg réttindi LGBTQIA+ fólks, banna þungunarrof, loka landamærunum fyrir flóttafólki og banna bækur, kvikmyndir og annað efni sem þykja óæskilegar og óviðeigandi í anda þeirra laga sem Florida BNA hefur innlimað. https://www.visir.is/g/20232437533d/banna-teiknimyndina-um-bosa-ljosar https://www.hrc.org/press-releases/breaking-gov-desantis-signs-extreme-preemption-bill Við sjáum einnig sömu ömurlegu þróunina í Bretlandi þar sem trans konur, umfram aðra hópa innan LGBTQIA+ eru orðnar að pólitísku bitbeini þar sem allt er gert til að afmennska þær. Gera þær að einhvers konar ógn sem þurfi nauðsynlega að bregðast við með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum, þegar sannleikurinn er sá að hlutfallslega eru trans konur sá minnihlutahópur sem er í mestri hættu að verða fyrir alls kyns ofbeldi út um allan heim. Ekki síst vegna þess áróðurs og skaðlegra staðalímynda sem eru birtar af trans konum í sjónvarpi og kvikmyndum og því nauðsynlegt að fólk trúi ekki í blindni þeim röddum sem vilja skerða mannréttindi trans fólks, heldur hlusti á raddir trans fólks sjálfs og virtra alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stofnana á borð við UN Women, Amnesty International, Stonewall, Unesco og WHO (World Health Organization). https://www.stonewall.org.uk/the-truth-about-trans#change-mind https://www.imdb.com/title/tt8637504/?ref_=nv_sr_srsg_2_tt_8_nm_0_q_disclo Ekkert er hættulegra en hatur sem er dulbúið sem umhyggja vafið inn í falleg og hlý orð á borð við: "verndum konur og börn" - Hér er auðvitað bara átt við siskynja börn og siskynja konur, en ekki trans og kynsegin börn og trans og kynsegin fullorðna einstaklinga. Engar viðurkenndar rannsóknir unnar og samþykktar af alþjóða vísinda og fræðasamfélaginu benda til þess að trans konur séu ógn við sis konur, en aftur á móti búa trans konur við töluverða ógn vegna sinnar kynvitundar sem gerir rökin fyrir að það að vera trans sé val, fáránlegt með öllu. Það velur engin manneskja að búa við fordóma og hatur, að vera hædd, svívirt og kúguð. Það velur engin að vera trans, alveg eins og fólk velur ekki að vera hinsegin, örvhent, með blá eða brún augu. https://williamsinstitute.law.ucla.edu/press/ncvs-trans-press-release/ https://www.gendergp.com/anti-trans-violence-on-the-rise/ Ein birtingarmynd fáránleikans, þessa leikrits sem fjölmiðlar kjósa að kalla menningarstríð, þar sem svo sannarlega er verið að draga athygli fólks að tilbúnni gervi ógn í stað þeirra ógna sem í raun steðja að okkur öllum, eins og hnatthlýnun, er þegar þetta "réttsýna" fólk fyllist "réttlátri" reiði og vandlætingu yfir því að vera kallað sis. Sis þýðir einfaldlega sömu megin á meðan trans þýðir hinum megin, þannig að ef þú ert ekki trans, þá ertu sis, alveg eins og orðið gagnkynhneigður varð til sem andsvar við orðið samkynhneigður. Orð sem urðu ekki til fyrr en á 20 öld og eins og öll orð sem lýsa ástandi eða veruleika, þá eiga þau sínar andstæður, því auðvitað um leið og tungumál þróast og gera ráð fyrir veruleika sem þau viðurkenndu ekki á sama hátt og áður, þá verður einnig til ný andstæða þessa orðs, sem þó eru bara ný orð yfir veruleika sem er eins forn og mannleg tilvist. Raunverulega ástæða reiðinnar er vegna þess valds og þeirrar stjórnunar sem felst í því að viðurkenna ekki tilvist sis, því það er hluti af afmennskun trans fólks að það verður eilíflega að skilgreina sig sem "öðruvísi" á meðan sis fólkið er ekkert and****ans sis, heldur "venjulegt". Þannig verður til í hugum fólks mynd af sér tegund, óæðri tegund mennskunnar sem að sjálfsögðu þarf ekki að hafa sömu réttindi og þau "venjulegu" "æskilegu". Svona hatur hljómar kunnuglega ekki satt? Þetta er gamalt hatur með mörg andlit, þetta er Ku klux klan, þetta er Nasistar seinni heimsstyrjaldarinnar og þetta er í auknu mæli að verða andlit Íhaldsflokksins í Bretlandi og Repúblikanaflokks BNA og hér á landi gælir formaður Miðflokksins við sömu hugmyndafræði. Í kynjafræði eru spurningum um mannlega tilvist velt upp og rýnt er í það hvernig kyngervi einstaklinga hefur mótast af því umhverfi sem þau hafa alist upp í. Hin lifaða reynsla einstaklingsins mótar viðkomandi og því er ekki það sama að vera kona og kona, karl og karl og kynsegin og kynsegin, því það fer eftir þáttum eins og tíma, staðsetningu og umhverfi. Þannig er reynsla svartrar konu í Alabama 1965 ekki sú sama og hvítrar konu í London 1965, hvað þá ef við setjum inn fleiri breytur eins og fötlun, trú, menntun og þjóðfélagsstöðu. Því er það ekkert annað en rökleysa þegar ófötluð, hvít gagnkynhneigð sis kona á Íslandi árið 2023 viðurkennir ekki tilvist annarrar konu út frá sinni reynslu, því að reynsla kvenna er svo margbreytileg og margþætt. Hvernig við upplifum og skilgreinum okkur er vissulega ekki háð samþykki annarra, en líf í sátt og friði við umhverfi okkar er nauðsynlegt til að við þrífumst og því leitumst við eftir viðurkenningu hvers annars. Sú viðurkenning þarf þó að vera gagnkvæm til að við öll njótum okkar en búum ekki í heimi kúgara og þeirra kúguðu. Ég sem trans kona, sem á börn, er vel menntuð, hvít, ófötluð og bý við fjárhagslegt öryggi í einu öruggasta lýðræðisríki heimsins, Íslandi, á við fyrstu sýn, meira sameiginlegt með konunni sem hatar mig, en ég á með svörtu konunni í Alabama 1965, en við nánari skoðun kemur í ljós að við eigum það sameiginlegt að búa á tíma þar sem okkar öryggi og okkar tilvist er minni virði en hvítu sis konunnar. Og það er það sem siskynja gagnkynhneigðir einstaklingar gera sér ekki grein fyrir, í augum þeirra sem búa við hvað mestu forréttindin, sem búa við það að þau eru "normið" sem öll önnur þurfa að beygja sig og bukta fyrir, þá erum við sem erum öðruvísi, í raun öll eins, þó hlekkir okkar séu vissulega gerðir úr mismunandi fordómum. Rasismi, hómófóbía, transfóbía, fötlunarfordómar, útlendinga og innflytjenda hatur, nauðgunarmenning og kvenfyrirlitning er allt birtingarmyndir þessarar kúgunar. Þið sem eruð sis og gagnkynhneigð ólust ekki upp við það að fólk véfengdi kynvitund ykkar, taldi kynhneigð ykkar vera ógeðslega, kallaði ykkur nöfn eins og frík og annað mun verra. Fyrir ykkur var uppeldið ekki ein samfelld og marglaga bælingarmeðferð þar sem átti með vondu og verra að "laga" ykkur, gera ykkur sis og gagnkynhneigð, þar sem innrætt var í ykkur skömm og sektarkennd fyrir að vera öðruvísi, fyrir að vera frík... Ég og mörg önnur hinsegin, kynsegin og trans börn og ungmenni sem ólumst upp á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, upplifðum nákvæmlega þetta og á ákveðnum tímapunkti var ég svo brotin að ég tók þátt í eigin ofbeldi, með því að reyna í sífellu að sannfæra sjálfa mig um að ég gæti "læknast". En sannleikurinn er einfaldlega að ég fæddist svona, ég var trans frá fæðingu og ég vissi ekkert um mína kynhneigð og hafði enga þekkingu á klámi eða kynlífi yfir höfuð þegar ég reyndi í sífellu að finna útskýringu á sjálfri mér. Enda fáránleg útskýring, eða tilraun til þess að útskýra tilvist trans fólks, sett fram í þeim eina tilgangi að sá efasemdarfræjum í huga almennings þegar kemur að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu við trans fólk og þannig stuðla að útskúfun og tilraun til útrýmingar trans fólks. Kynvitund er eitt, kynhneigð er annað og það eina sem þetta tvennt á sameiginlegt er að við fæðumst með hvort tveggja og alveg eins og þið getið verið sis og gagnkynhneigð, þá getið þið verið sis og samkynhneigð, tvíkynhneigð, pankynhneigð og svo framvegis og nákvæmlega það sama gildir um trans fólk og sis fólk, kynhneigð þess er allskonar. Hvað varðar klám, þá breytir það ekki fólki í trans eða hinsegin fólk, ekkert frekar en það myndi breyta hinsegin fólki í gagnkynhneigt og skaðsemi kláms á ungmenni er bara allt önnur umræða og hefur ekkert að gera með það hvort fólk er trans, kynsegin og hinsegin. Ég vissi að ég væri stelpa/kona í röngum líkama, eins og ég upplifði það, löngu áður en hafði nokkra vitneskju um klám eða erótík. Fædd 1970, þá hafði ég enga vitneskju um að til væri fólk eins og ég og í leit minni að útskýringu á sjálfri mér, þá komst ég næst sannleikanum þegar ég sagði við systur mína að ég væri ekki bróðir hennar, heldur örugglega geimvera sem óvart festist í röngum líkama. Tilfinning sem ég hef haft síðan ég fyrst man eftir mér, tæplega 4 ára gömul þegar ég, í áfalli, sagði við móður mína: "ég er ekki í speglinum". 13 ára gömul var ég byrjuð að skera mig til að refsa sjálfri mér fyrir að vera "gölluð" "fædd röng" og hugsaði í fyrsta sinn um hvort að hugsanir og tilfinningar sem ég hafði haft alla ævi þýddu að ég væri kannski tvíkynhneigð, vissi samt lítið sem ekkert um kynhneigðir, enn minna um kynlíf og hafði aldrei séð klám eða neitt í líkingu við það. En svo sá ég Yentl og í fyrsta skipti tengdi ég við aðra sál. Ung kona að þykjast vera maður til að lifa af í heimi sem gerði ekki ráð fyrir henni, en á sama tíma vildi vera séð sem hún sjálf... Mín lifaða reynsla sem trans konu er vissulega ekki sú sama og sis konu, en það gerir mig ekki að minna virði sem konu, eða að minni konu, ekkert frekar en konan sem getur ekki átt börn er minna virði en konan sem getur átt börn, eða að kona sem er fædd í Afganistan sé minna virði en kona fædd á Íslandi, eða að kona sem er fötluð sé minna virði en ófötluð kona. Því þó okkar lífsreynsla og leiðir að kvenleikanum séu ólíkar, þá eigum við allar það sameiginlegt að þurfa að berjast við kynjakerfi sem vill hlekkja okkur í ákveðin box, skerða réttindi okkar og smætta okkur niður á einn hátt eða annan og fá okkur sjálfar til að berjast gegn hver annarri. En kúgun einnar okkar, er kúgun okkar allra og engin okkar er frjáls á meðan einhver okkar er hlekkjuð. Frá blautu barnsbeini hef ég þurft að þola áreiti, hótanir um nauðganir og nauðganir vegna kvenleikans míns og þrátt fyrir ógeðslegt og gróft ofbeldi, þá er ég er enn. Ég er samt ekki ósködduð, ég ber andleg og líkamleg ör, ég er með flókna áfallastreitu og ég á baki sögu um sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir og nú vegna sýnileika míns, þá fæ ég allskyns ömurleg, niðurlægjandi og hatursfull skilaboð. En ég held áfram að berjast við drauga fortíðarinnar og nettröll nútímans, skrifa og neita að gefast upp. Ekki af því ég er svona mikilvæg, heldur vegna þess að börnin mín eru það og öll hinsegin, kynsegin og trans börn eru það og ég í minni forréttindastöðu sem vel menntuð og fjárhagslega sjálfstæð kona, hef rödd sem er ekki eins auðvelt að þagga niður í og þegar ég var yngri. Ég hef líka sagt það áður, að það að ég sé trans er bara eitt af því sem ég er, og sem manneskja sem hefur kennt þúsundum barna, yfir 20 ára tímabil og lært að meta og virða hvert einasta þeirra og mæta þeim þar sem þau eru, þá finnst mér furðulegt að það skuli vera svona erfitt fyrir svo mörg að mæta okkur sem erum trans, kynsegin og hinsegin þar sem við erum. Erum við raunverulega svona mikil ógn í ykkar augum? Er ég, án þess að þú í raun þekkir mig, virkilega, allt það sem þú hatar? Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í Kynjafræði og trans kona.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun