Birnir Snær eftirsóttur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 17:30 Birnir Snær í leik með Víking á þessari leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, verður samningslaus síðar í ár og er gríðarlega eftirsóttur. Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var greint frá því ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks hafi sett sig í samband við Birni Snæ um að færa sig úr Fossvoginum og yfir í Kópavog. Þá segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, í viðtali við Fótbolti.net að annað hvert lið á Íslandi hafi sett sig í samband við félagið með þá von um að ganga frá samning við Birni Snæ. Reglur hér á landi kveða á um að félög megi semja við leikmann þegar hann á sex mánuði eftir af samningi en þau þurfi hins vegar að hafa samband við núverandi vinnuveitanda. „Það er ekkert launungarmál að hann er að renna út á samningi. Annað hvert lið er búið að lýsa áhuga á því að fá hann og mega tala við hann ef þau tilkynna okkur um það,“ sagði Kári við Fótbolti.net en tók sérstaklega fram að Víkingar væru að sjálfsögðu að gera hvað þeir geta til að halda leikmanninum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Kári Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Vonandi náum við bara að klára það og halda honum. Ég skil það mjög vel að lið hafi áhuga á honum, hann er búinn að standa sig frábærlega í ár,“ bætti Kári við. Þá var Kári einnig spurður út í ummæli Tomislav Stipic, þjálfara FC Riga - liðsins sem sló Víking út úr forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar sagðist Stipic vonast til að Birnir Snær myndi ekki framlengja samning sinn við Víking. „Þetta var sérstakt, voru svolítið sérstök ummæli. Veit ekki alveg hvað maður á að segja við þessu, hann bara sagði þetta og ekkert við því að gera. Hann ræður því hvað hann segir,“ sagði Kári jafnframt við Fótbolti.net. Birnir Snær hefur skorað sex mörk og gefið sex stoðsendingar í 16 leikjum í Bestu deildinni það sem af er leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira