Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 12:31 Forsvarsmenn OpenAI hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna við að sía úr tungumálalíkönum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks.
Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira