Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2023 09:56 Nýsjálendingurinn Bruce Houghton er eldfjallafræðingur við Háskóla Hawaii. Arnar Halldórsson Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton. Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton.
Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21
Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42