Bjargvættir Ingólfur Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 14:00 Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun