Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 15:39 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu. Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Brynja María Ólafsdóttir sérfræðingur í regluvörslu Landsbankans segir um milljónatjón að ræða en bankinn metur að um 19,4 milljónir króna hafi tapast í mánuðinum í kortasvikamálum. „Bara í þessari viku eru skráð 39 mál og þar af eru 15 mál tengd flutningsfyrirtækjum,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Algengt sé að viðskiptavinir fái SMS frá flutningsfyrirtækjum þar sem segir að von sé á pakkasendinu. Viðskiptavinur er beðinn um að gefa upp kortaupplýsingar til að greiða fyrir sendingargjöld. „Við þessa aðgerð geta svikararnir framkvæmt greiðslur á kortunum. Nýjasta aðferðin er að fá einstaklinga til að samþykkja greiðsluna í tengslum við flutninginn. Þegar einstaklingar samþykkja greiðsluna, eða halda að þeir séu að samþykkja greiðslu, eru þeir að samþykkja nýtt lífkenni inni í netbanka. Það gefur svikaranum þá svikaranum fullan aðgang að netbanka einstaklings.“ Dæmi um 2,2 milljóna færslu Flestir hafi þá samband við bankann til að loka kortinu. „En þá er svikarinn kominn með jafn mikinn aðgang að netbankanum og einstaklingurinn og getur þá enn náð fjármunum út,“ segir Brynja. Hún hvetur fólk til að hafa varann á. „Það er svo gríðarlega mikilvægt að fólk lesi skilaboðin sem koma á símann þegar við erum að samþykkja greiðslu, því um leið og maður er búinn að samþykkja greiðsluna er hún óendurkræfanleg og ekki hægt að sækja um endurgreiðslu af því að það er búið að samþykkja greiðsluna með réttum hætti.“ Dæmi séu um að fólk samþykki grieðslu upp á 3000 evrur en haldi að um 3000 króna greiðslu sé að ræða. Að sögn Brynju er dæmi um að einstaklingur hafi tapað um 2,2 milljónum króna í einni færslu.
Landsbankinn Netglæpir Tölvuárásir Netöryggi Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira