Liverpool skoraði þrjú mörk en tapaði samt á móti Bæjurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 13:29 Virgil van Dijk fagnar marki sínu í fyrsta leiknum eftir að hann tók formlega við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson. Getty/Yong Teck Lim Liverpool missti niður forskot í tvígang í 4-3 tapi á móti þýska stórliðinu Bayern München í æfingarleik liðanna í Singapúr í dag. Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Liverpool komst í 2-0 og 3-2 í leiknum en Bæjarar jöfnuðu fyrst fyrir hálfleik og tryggðu sér síðan sigurinn með marki í uppbótatíma. Liverpool hélt því áfram að skora mörk og hefur nú skorað fimmtán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Vandamálið er frekar að Liverpool er líka að fá á sig fullt af mörkum og þau eru orðin tíu í þessum þremur leikjum. Alls hafa því verið skoruð 25 mörk í fjórum undirbúningsleikjum Liverpool eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. pic.twitter.com/k7VXdtG2bJ— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 2-0 eftir 28 mínútna leik. Cody Gakpo skoraði það fyrra strax á annarri mínútu eftir samspil við Diogo Jota og flotta afgreiðslu með vinstri fæti. Virgil van Dijk skoraði annað markið með skalla eftir hornspyrnu Andrew Robertson á 28. mínútu. Hollenski miðvörðurinn skoraði því í fyrsta leiknum síðan að hann var staðfestur sem nýr aðalfyrirliði liðsins. Big Virg rising highest for our second goal pic.twitter.com/mztkSUgKjb— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool liðið gekk hins vegar illa að stoppa Serge Gnabry á síðasta korterinu í fyrri hálfleiknum. Serge Gnabry komst tvisvar í gegnum eyðuna sem Trent Alexander-Arnold skildi eftir. Hann skoraði fyrst sjálfur á 33. mínútu en lagði svo upp jöfnunarmark fyrir Leroy Sané á 42. mínútu. Luis Díaz, sem kom inn á völlinn i hálfleik, kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu eftir að hafa byrjað sóknina sjálfur og fengið síðan sendingu frá Mohamed Salah inn í hlaupið sitt í kringum vítateiginn. Started the move and finished it in style A lovely, lovely goal from Lucho pic.twitter.com/mi70a8HUpW— Liverpool FC (@LFC) August 2, 2023 Liverpool hélt áfram að fá á sig mörk og Josip Stanisic jafnaði metin á 80. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla sem Alisson Becker varði eftir aukaspyrnu. Bæði leik fengu færi til að bæta við mörkum en hinn tuttugu ára gamli Frans Krätzig skoraði sigurmark Bayern á í uppbótatíma eftir að afa fengið sendingu inn fyrir vörnina Þetta var seinni leikur Liverpool í Singapúr ferðinni en liðið vann 4-0 sigur á Leicester um síðustu helgi. Liverpool er búið að fá á sig fjögur mörk í tveimur af fjórum leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti