Í dag var gefið út tónlistarmyndband þar sem Curry leikur stórt hlutverk. Hann rappar í fyrsta sinn hið minnsta opinberlega. Í myndbandinu heldur Curry á veiðistöng og rappar meðal annars um að hann sé sonur pabba síns. Faðir hans er Dell Curry sem spilaði sextán tímabil í NBA-deildinni.
Í júlí mánuði gaf Apple tv+ út heimildarmynd um Steph Curry, Heimildarmyndin heitir “Underrated” eða vanmetinn. Rapparinn Nwigwe gerði lagið Lil fish, big pound, og kemur það fyrir í heimildamyndinni.
Apple has released the first trailer for its Steph Curry documentary — "Underrated."
— Front Office Sports (@FOS) June 26, 2023
It releases July 21st on Apple TV+.
pic.twitter.com/DLXIWXf3yx
Curry er einn besti körfuboltamaður í heimi og hefur átt afar farsælan feril en Curry er hvergi nærri hættur í körfubolta. Hann hefur fjórum sinnum unnið NBA-titilinn, tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og tekið þátt í níu Stjörnuleikjum.
Curry fer í hóp fjölmargra sem hafa spilað í NBA-deildinni og gefið út rapplag. Þar á meðal eru Shaquille O'Neal, Damian Lillard, Allen Iverson og Lonzo Ball sem hafa allir reynt fyrir sér í tónlistinni.
Það eru ekki bara körfuboltamenn í NBA-deildinni sem hafa gefið út tónlist heldur gaf Kristófer Acox, leikmaður Vals, í Subway-deildinni út á dögunum smáskífuna Bjartar nætur.